Lífið

Eddie Murphy tapsár

Eddie Murphy og Tracy Edmonds á rauða dreglinum, áður en verðlaunaafhendingin fór fram.
Eddie Murphy og Tracy Edmonds á rauða dreglinum, áður en verðlaunaafhendingin fór fram. MYND/Getty Images

Það virðast ekki allir hafa verið ánægðir eftir Óskarsverðlaunaafhendinguna sem fram fór síðasta sunnudagskvöld. Eddie Murphy var tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Dreamgirls. Þótti hann nokkuð sigurstranglegur en verðlaunin höfnuðu hjá Alan Arkin fyrir hlutverk hans í Little Miss Sunshine.

Nú eru spekingar Vestahafs að velta því fyrir sér hvort að Eddie Murphy sé tapsár vegna þessa. Stuttu eftir að verðlaunin voru afhent lét Eddie sig hverfa af hátíðinni ásamt kærustu sinni Tracey Edmonds. Hann var því ekki viðstaddur þegar meðleikkona hans, Jennifer Hudson, tók við verðlaunum sem besta leikkona í aukahlutverki. Sömuleiðis missti hann af því að sjá skemmtiatriði úr kvikmyndinni sem sýnt var á hátíðinni. Þegar Eddie var spurður um viðbrögð sín við valinu í viðtali við US Online, sagði hann ,,Þetta er allt í lagi, svona gerist. Þetta er OK."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.