Innlent

Tryggingastofnun sýknuð af kröfu konu vegna krabbameinsmeðferðar

MYND/Pjetur

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Tryggingastofnun af kröfum konu sem vildi fá viðurkennt að hún ætti rétt á bótum vegna tjóns sem hún varð fyrir í kjölfar krabbameinsmeðferðar á Landspítalanum árið 2003.

Konan fór í geislameðferð á hálsi auk lyfjameðferðar en eftir meðferðina varð þrenging í efsta hluta vélinda og neðsta hluta koks. Vegna þessa hefur konan þurft að gangast undir meðferð til að víkka vélinda á 6-8 vikna fresti til að auðvelda henni að kyngja. Vildi hún að Tryggingastofnun greiddi henni bætur sakvæmt lögum um sjúklingatryggingar.

Samkvæmt áliti krabbameinslæknis er þessi fylgikvillli þekktur en mjög sjaldgæfur. Þá sagði dómurinn að áhætta fylgdi krabbameinsmeðferð og oft væri um aukaverkanir að ræða.

Ágreiningslaust væri að konan byggi við mikið og erfitt heilsutjón eftir krabbameinsmeðferðina en samkvæmt gögnum málsins lægi ekki fyrir að unnt hafi verið að haga meðferð á sjúkdómi öðruvísi, en um hafi verið að ræða lífsnauðsynlega krabbameinsmeðferð. Þegar litil væri til þess og batahorfa, án meðferðarinnar sem konan fékk, taldi dómurinn ekki að fylgikvillinn væri þess eðlis að hann félli undir bótaskyldu laga um sjúklingatryggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×