Lífið

Dagný í formannstólinn

Dagný ósk sjötta konan sem sest í stól formanns Stúdentaráðs í 87 ára sögu ráðsins.
Dagný ósk sjötta konan sem sest í stól formanns Stúdentaráðs í 87 ára sögu ráðsins.

Dagný Ósk Aradóttir var á fimmtudaginn kjörinn formaður Stúdentaráðs á árlegum skiptafundi. Dagný leiddi lista Röskvu í nýafstöðnum kosningum til Stúdentaráðs þar sem fylkingunni tókst að hafa sigur, í fyrsta sinn síðan 2002 þegar Röskva tapaði naumlega. Fram að því hafði Röskva verið stærsta fylkingin í háskólapólítikinni í ellefu ár.

Dagný Ósk er aðeins sjötta konan í 87 ára sögu ráðsins sem gegnir þessu embætti og eru Röskvu-liðar sannfærðir um að mikilvægt skref hafi þarna verið stigið í jafnréttisbaráttunni. Meðal þess sem er á stefnuskrá nýkjörins Stúdentaráðs er að gera málefni stúdenta að kosningamáli í komandi Alþingiskosningum. „Mikilvægt er fá skýra stefnu frá flokkunum sem eru í framboði um hvernig þeir vilja sjá fjármögnun háskólastigsins háttað og hvort þeir vilji bæta fjárhagsstöðu stúdenta,“ stendur í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.