Lífið

Spiderman 3 trónir enn á toppnum

Toby Maguire er orðin ein stærsta stjarnan í bransanum í dag.
Toby Maguire er orðin ein stærsta stjarnan í bransanum í dag. MYND/AFP
Spiderman 3 er ennþá vinsælasta myndin vestanhafs og halaði hún inn sex sinnum meiri peningum en næsta mynd á listanum. Stjórnarmenn Sony sögðu í gær að þeir ætluðu sér að gera að minnsta kosti þrjár Spiderman myndir í viðbót.

Myndin er þegar orðin sú vinsælasta í seríunni og á nú metið yfir farsælustu fyrstu sýningarhelgi nokkurn tíman.

Gagnrýnendur voru þó ekki yfir sig hrifnir en svo virðist sem að langflestir aðdáendur spiderman hafi kunnað gríðarlega vel við myndina.

Þó er líklegt að tvær myndir - báðar þær þriðju í röðinni - eigi eftir að gera harða sókn að nýju meti Spiderman 3. Síðar í þessum mánuði koma nefnilega út Pirates of the Caribbean 3 og Shrek 3. Pirates 3 verður sýnd hér á landi 23. maí næstkomandi en Shrek 3 verður ekki frumsýnd fyrr en þann 22. júní.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.