Innlent

Tvíburum fjölgar með fleiri tæknifrjóvgunum

Tvíburafæðingum hefur fjölgað hér á landi síðustu áratugi. Ástæða þessa eru tæknifrjóvganir og hækkandi aldur frumbyrja.

Í þættinum Ísland í dag kom fram að ófrjósemi hefur farið vaxandi hér á landi. Er þetta rakið til hækkandi aldurs frumbyrja og aukningar í tæknifrjóvgununum. Hjá læknastofunni Art Medica, sem annast tæknifrjóvganir hér á landi eru um fjórðungur þungana tvíburaþunganir. Ljósmóðir sem Katrín Bessadóttir ræddi við segist einnig finna fyrir aukningu í tvíburafæðingum en að sú aukning hafi átt sér stað frá árinu 1991. Á síðasta ári fæddust 84 tvíburar og það sem af er þessu ári hafa 25 tvíburar komið í heiminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×