Lífið

Selur eigur Kurts Cobain á uppboði

Courtney Love segir heimili sitt líkjast grafhýsi og áformar að bjóða eigur eiginmanns síns heitins upp.
Courtney Love segir heimili sitt líkjast grafhýsi og áformar að bjóða eigur eiginmanns síns heitins upp. MYND/Getty

Courtney Love, fyrrum eiginkona Kurt Cobain heitins, áformar að halda uppboð á eigum hans. Hún kveðst enn sofa í náttfötum af honum, en segist óttast að hún finni ástina aldrei aftur nema með því að skilja við það gamla. Umrædd náttföt verða á meðal þess sem verður boðið upp, en Love segir heimili sitt líkjast grafhýsi.

„Peysa, gítar og textinn við Smells Like Teen Spirit – það er það sem dóttir mín fær. Og restina seljum við bara,“ sagði Love. „Frances, dóttir mín, þarf ekki að erfa risastóran poka fullan af flónelskyrtum,“ bætti hún við. Love kveðst viss um að þær mæðgur muni hagnast á uppboðinu, sem hlýtur að teljast nokkuð líklegt miðað við vinsældir Nirvana og Cobains, en segist ætla að gefa hluta þeirra til líknarmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.