Lífið

Anthony Wilson er látinn

Tony Wilson í þætti sínum So it goes árið 1976.
Tony Wilson í þætti sínum So it goes árið 1976.

Tónlistarfrömuðurinn Anthony Wilson er látinn. Hann er helst frægur fyrir að hafa komið hljómsveitum eins og Joy Division, Happy Mondays og New order á kortið.

Dagblað í Manchester greindi frá því að hinn 57 ára Wilson hefði látist seinnipart föstudags, eftir að hafa fengið hjartaáfall í vikunni. Hann hafði verið að berjast við krabbamein í nýrum. Læknirinn hans sagði sorglegt að hann hefði látist úr einhverju óskildu krabbameininu, þar sem að meðferðin á því hefði gengið vel.

Wilson fæddist árið 1950 í Manchester og menntaði sig í ensku við Háskólann í Cambridge. Hann fór síðar í blaðamennsku og stjórnaði sjónvarpsþætti um tónlist.

Á áttunda áratugnum varð hann höfuð og herðar popp tónlistarsenunnar í Manchester sem gefið var nafnið "Madchester". Vegna aðildar sinnar að plötuútgáfunni Factory Records. Hún gaf út hljómsveitir eins og Joy Division og Happy Mondays og stofnaði hinn goðsagnakennda Hacienda næturklúbb.

Leikstjórinn Michael Winterbottom gerði árið 2002 myndina 24 Hour Party People um þessa tónlistarsenu. Þar fór gamanleikarinn Steve Coogan með hlutverk Wilsons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.