Innlent

Hlupu með íþróttaálfinum

Íþróttaálfurinn brá á leik með hópi barna fyrir utan aðalbyggingu Háskóla Íslands í morgun. Tilgangurinn var að kynna Latabæjarhlaupið sem fer fram næsta laugardag, á sama tíma og Reykjavíkurmaraþon Glitnis.

Hlaupið er undir yfirskriftinni Börn hlaupa fyrir börn og rennur þátttökugjaldið í hlaupinu óskipt til UNICEF eða Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Íþróttaálfurinn var líkt og venjulega hinn sprækasti í morgun og kenndi hann börnunum upphitunar- og teygjuæfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×