Innlent

Fiskidagurinn mikli á Dalvík

Í dag er Fiskidagurinn mikli haldinn hátíðlegur á Dalvík en talið er að hátt í tíu þúsund manns hafi verið komnir á tjaldvæði bæjarins í gær. Í gærkvöldi buðu heimamenn gestum og gangandi upp á fiskisúpu.

Dalvíkingar halda fiskidaginn hátíðlegan fyrsta laugardag eftir verslunarmannahelgi á ári hverju. Markmiðið með deginum er að bjóða öllum í fría fiski og menningarveislu. Lögreglan segir nóttina hafa gengið vel þrátt fyrir þann fjölda sem kominn er í bæinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×