Fátækt í allsnægtum? 15. mars 2007 05:00 Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt í íslensku samfélagi á Grand Hóteli 15. mars næstkomandi kl. 8.30. Umræða um fátækt á Íslandi á síðustu mánuðum hefur einkum snúist um hagstærðir og mælingaaðferðir. Á málþinginu verður hins vegar dreginn fram í sviðsljósið veruleiki þess fólks sem býr við fátækt og skort og kynntar niðurstöður rannsókna hvað slíkar aðstæður leiða af sér í íslensku samfélagi. Fátækt á Íslandi – er hún til staðar?Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að til lengri tíma litið hefur 10% þjóðarinnar búið við kjör og aðstæður sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Þá hefur tekjuskipting aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Hópar sem eru í hættu á að lenda í fátækt eru lífeyrisþegar og láglaunafólk á vinnumarkaði.staðreynd að mörg börn búa við knöpp kjör og fátækt. Konur eru í meiri hættu á að lenda í fátækt og einstæðir foreldrar eru að stórum hluta láglaunakonur og í verulegri hættu á að lenda í fátækt. Þá eru einhleypir karlar margir illa settir.Niðurstöður rannsókna á Fátækt á Íslandi (sjá Hörpu Njáls, 2003 og allt til 2006) sýna að lágmarkslaun og lífeyrisgreiðslur duga ekki fyrir brýnustu framfærslu. Afleiðingar fátæktar eru minni félagsleg þátttaka bæði fullorðinna og barna, lélegra mataræði, verri næring, sem leiðir til verra heilsufars og afleiðingar fátæktar koma hvað harðast niður á börnum.Um þessar staðreyndir verður fjallað á málþinginu, þar sem fimm félagsfræðingar, öll með framhaldsmenntun, munu halda erindi um fátækt í allsnægtarsamfélagi.Um hvað verður fjallað?Í fyrsta erindinu „Fátækt á Íslandi?" mun Snorri Örn Árnason, sérfræðingur hjá Capacent Gallup, kynna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Yfirskrift erindis Hörpu Njáls er „Fátækt kvenna og barna". Harpa fjallar m.a. um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju.Að lifa við stöðugan skort veldur miklu andlegu álagi og auðmýkingu, leiðir til skertrar sjálfsvirðingar og sorgar og niðurbrots á andlegu og líkamlegu heilsufari bæði hjá fullorðnum og börnum.„Karlar í vanda" er yfirskrift erindis Guðnýjar Hildar Magnúsardóttur, félagsráðgjafa hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Þar kemur m.a. fram að stærsti hópurinn sem þiggur fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eru einhleypir karlar. Guðný setur fram sýn sína á lagskiptingu samfélagsins þar sem karlar eru í meirihluta bæði í efstu og neðstu lögum. Erindið fjallar um karla í neðsta laginu. Stefán Hrafn Jónsson fjallar um „Fátæk börn og heilsusamlega lífshætti". Erindi Stefáns byggir á íslenskum hluta fjölþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólanema sem er samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.Niðurstöður benda til þess að börn sem búa við fátækt hér á landi telja heilsu sína verri en önnur börn, þau hreyfa sig minna, borða sjaldnar hollan mat og fara sjaldnar til tannlæknis en börn úr efnameiri fjölskyldum.Að lokum flytur Jón Gunnar Bernburg, lektor við HÍ, erindi: „Fátækt, vanlíðan og frávikshegðun íslenskra ungmenna". Erindið er byggt á könnun frá árinu 2006 (Jón Gunnar Bernburg, Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir). Niðurstöður benda til að upplifun unglinga á efnahagslegum skorti á heimili sínu sé áhættuþáttur fyrir fjölmargar neikvæðar útkomur þ.á m. reiði, depurð og afbrota- og áhættuhegðun. Í erindinu verður rætt um hugsanlegar skýringar á þessum niðurstöðum. Fundarstjóri er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.Með þessu framlagi vill Félagsfræðingafélag Íslands dýpka umræðu um fátækt á Íslandi og veruleika hinna fátæku. Það er umhugsunarefni hvaða áhrif knöpp kjör og fátækt hefur á þjóðfélagshópa og setur jafnframt mark sitt á íslenskt samfélag.Hvar – hverjir – hvernig?Málþingið verður á Grand hóteli og hefst kl. 8.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og innifalið morgunverðarhlaðborð. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Frekari upplýsingar um dagskrá málþingsins má finna á slóðinni www.felagsfraedingar.is.Höfundar eru í forsvari fyrir fræðslu- og málþinganefnd Félagsfræðingafélags Íslands. Harpa Njáls er í doktorsnámi við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn Jónsson starfar á Lýðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt í íslensku samfélagi á Grand Hóteli 15. mars næstkomandi kl. 8.30. Umræða um fátækt á Íslandi á síðustu mánuðum hefur einkum snúist um hagstærðir og mælingaaðferðir. Á málþinginu verður hins vegar dreginn fram í sviðsljósið veruleiki þess fólks sem býr við fátækt og skort og kynntar niðurstöður rannsókna hvað slíkar aðstæður leiða af sér í íslensku samfélagi. Fátækt á Íslandi – er hún til staðar?Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að til lengri tíma litið hefur 10% þjóðarinnar búið við kjör og aðstæður sem eru undir skilgreindum fátæktarmörkum. Þá hefur tekjuskipting aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Hópar sem eru í hættu á að lenda í fátækt eru lífeyrisþegar og láglaunafólk á vinnumarkaði.staðreynd að mörg börn búa við knöpp kjör og fátækt. Konur eru í meiri hættu á að lenda í fátækt og einstæðir foreldrar eru að stórum hluta láglaunakonur og í verulegri hættu á að lenda í fátækt. Þá eru einhleypir karlar margir illa settir.Niðurstöður rannsókna á Fátækt á Íslandi (sjá Hörpu Njáls, 2003 og allt til 2006) sýna að lágmarkslaun og lífeyrisgreiðslur duga ekki fyrir brýnustu framfærslu. Afleiðingar fátæktar eru minni félagsleg þátttaka bæði fullorðinna og barna, lélegra mataræði, verri næring, sem leiðir til verra heilsufars og afleiðingar fátæktar koma hvað harðast niður á börnum.Um þessar staðreyndir verður fjallað á málþinginu, þar sem fimm félagsfræðingar, öll með framhaldsmenntun, munu halda erindi um fátækt í allsnægtarsamfélagi.Um hvað verður fjallað?Í fyrsta erindinu „Fátækt á Íslandi?" mun Snorri Örn Árnason, sérfræðingur hjá Capacent Gallup, kynna niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Yfirskrift erindis Hörpu Njáls er „Fátækt kvenna og barna". Harpa fjallar m.a. um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju.Að lifa við stöðugan skort veldur miklu andlegu álagi og auðmýkingu, leiðir til skertrar sjálfsvirðingar og sorgar og niðurbrots á andlegu og líkamlegu heilsufari bæði hjá fullorðnum og börnum.„Karlar í vanda" er yfirskrift erindis Guðnýjar Hildar Magnúsardóttur, félagsráðgjafa hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar. Þar kemur m.a. fram að stærsti hópurinn sem þiggur fjárhagsaðstoð hjá Reykjavíkurborg eru einhleypir karlar. Guðný setur fram sýn sína á lagskiptingu samfélagsins þar sem karlar eru í meirihluta bæði í efstu og neðstu lögum. Erindið fjallar um karla í neðsta laginu. Stefán Hrafn Jónsson fjallar um „Fátæk börn og heilsusamlega lífshætti". Erindi Stefáns byggir á íslenskum hluta fjölþjóðlegrar rannsóknar á heilsu og lífskjörum skólanema sem er samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Háskólans á Akureyri.Niðurstöður benda til þess að börn sem búa við fátækt hér á landi telja heilsu sína verri en önnur börn, þau hreyfa sig minna, borða sjaldnar hollan mat og fara sjaldnar til tannlæknis en börn úr efnameiri fjölskyldum.Að lokum flytur Jón Gunnar Bernburg, lektor við HÍ, erindi: „Fátækt, vanlíðan og frávikshegðun íslenskra ungmenna". Erindið er byggt á könnun frá árinu 2006 (Jón Gunnar Bernburg, Þórólfur Þórlindsson og Inga Dóra Sigfúsdóttir). Niðurstöður benda til að upplifun unglinga á efnahagslegum skorti á heimili sínu sé áhættuþáttur fyrir fjölmargar neikvæðar útkomur þ.á m. reiði, depurð og afbrota- og áhættuhegðun. Í erindinu verður rætt um hugsanlegar skýringar á þessum niðurstöðum. Fundarstjóri er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, dósent við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.Með þessu framlagi vill Félagsfræðingafélag Íslands dýpka umræðu um fátækt á Íslandi og veruleika hinna fátæku. Það er umhugsunarefni hvaða áhrif knöpp kjör og fátækt hefur á þjóðfélagshópa og setur jafnframt mark sitt á íslenskt samfélag.Hvar – hverjir – hvernig?Málþingið verður á Grand hóteli og hefst kl. 8.00. Aðgangseyrir er 1.500 krónur og innifalið morgunverðarhlaðborð. Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. Frekari upplýsingar um dagskrá málþingsins má finna á slóðinni www.felagsfraedingar.is.Höfundar eru í forsvari fyrir fræðslu- og málþinganefnd Félagsfræðingafélags Íslands. Harpa Njáls er í doktorsnámi við Háskóla Íslands. Stefán Hrafn Jónsson starfar á Lýðheilsustöð.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun