Innlent

Fjölskylda frá Monakó slapp ómeidd úr bílveltu

Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að ekki fór verr í bílveltunni.
Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að ekki fór verr í bílveltunni. MYND/Heiða

Mildi þykir að ekki fór verr þegar jeppabifreið frá bílaleigu valt á Landsvegi. Fimm manna fjölskylda frá Mónakó var um borð í bílnum, hjón með þrjá unglinga og sluppu þau öll með minniháttar skrámur. Jeppinn er hins vegar mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur.

Að sögn lögreglu á Hvolsvelli varð slysið með þeim hætti að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum, hann tók að rása um malarveginn og valt að endingu. Fólkið var á leiðinni á Hellu þar sem það átti pantaða hótelgistingu en þau munu vera hálfnuð með tveggja vikna ferðalag sitt um landið.

Fjölskyldan var öll í bílbeltum þegar óhappið átti sér stað og segir lögregla það hafa riðið baggamuninn um að ekki fór illa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×