Innlent

Ekki hafa allir sem vilja fengið bílastæðaskífur

Eigendur vistvænna bíla hafa margir hverjir lent í vandræðum með að fá bílastæðaskífur sem veita þeim rétt til að leggja ókeypis í Reykjavík. Aðeins voru útbúnar tvö hundruð skífur en alls eru fjórtán hundruð vistvænir bílar á götum landsins.

Á fimmtudaginn í síðustu viku kynnti Reykjavíkurborg að eigendur vistvænna bíla fái ókeypis í bílastæði í Reykjavík í allt að nítíu mínútur í hvert sinn. Alls eru fjórtán hundruð vistvænir bílar á götum landsins og um átta hundurð í Reykjavík. Eigendur bílanna þurfa að hafa sérstakar bílaskífur í glugga bílanna sem þeir eiga að geta nálgast hjá umboðum bílanna.

Eigandi vistvæns bíls sem hugðist nýta sér þetta hafði samband við fréttastofuna í morgun. Þegar hann fór að sækja skífu hjá Toyota, sem er eitt þeirra umboða sem selur vistvæna bíla, fékk hann þau svör að skífurnar væru búnar. Aðeins voru útbúnar tvö hundruð skífur þrátt fyrir að fjórtán hundruð bílar séu á götunum. Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir um nokkurs konar lúxusvandamál að ræða. Ekki hafi verið búist við því fyrir fram að svo margir myndu sækja bílastæðaskífur svo fljótt en verið sé að vinna að því að útbúa fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×