Lífið

Samdi texta fyrir Pete

Pete og Kate á meðan allt lék í lyndi
Pete og Kate á meðan allt lék í lyndi MYND/AFP

Kate Moss og Pete Doherty eru aftur farin að rugla saman reitum en þó eingöngu á tónlistarsviðinu í þetta sinn. Pete hefur greint tímaritinu Daily Mirror frá því að Kate hafi aðstoðað hann við að skrifa textann í laginu You Talk á síðustu plötu hljómsveitarinnar Babyshambles.

Pete segist hafa skrifað lagið á meðan Kate sat í rúminu. "Ég var bara að reyna að ganga í augun á henni og á endanum var hún búin að breyta fullt af orðum. Breytingarnar rötuðu síðan inn á plötuna."

Heimildamaður innan plötufyrirtækisins segist ekki viss um að Kate líki að vera bendlað við plötuna en hún reynir af öllum mætti að þurrka út minningar sínar um rokkarann.

Það hlýtur þó að teljast viðurkenning fyrir Kate að eiga þátt í plötu sem er á allra vörum og á möguleika á að verða númer eitt. Módel, hönnuður og textahöfundur er nú ekkert lítið að státa sig af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.