Lífið

Bogi kaupir 150 milljóna glæsivillu

Nýja húsið hans Boga stendur á 1700 fermetra sjávarlóð.
Nýja húsið hans Boga stendur á 1700 fermetra sjávarlóð.

Milljarðamæringurinn Bogi Pálsson, stjórnarformaður Flögu og stjórnarmaður í Exista, hefur fest kaup á glæsilegu 150 milljóna einbýlishúsi á Arnarnesinu.

Það var Ólöf Sigríður Valsdóttir, sópransöngkona og systir leikkonunnar Arnbjargar Hlífar, og eiginmaður hennar Tómas Heiðar Hauksson þjóðréttarfræðingur sem seldu Boga húsið, sem staðsett er í Mávanesi.

Heimildir Vísis herma að hjónin hafi farið fram á 150 milljónir fyrir húsið og segja kunnugir að Bogi hafi ekki greitt minna en það.

Húsið er 360 fermetrar að stærð og stendur á 1700 fermetra sjávarlóð.

Bogi Pálsson, sem áður var forstjóri Toyota, stendur í ströngu þessa daganna því heimildir Vísis herma einning að hann undirbúi nú kaup á einkaþotu sem senn muni bætast í ört stækkandi flota slíkra farartækja á Reykjavíkurflugvelli.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.