Innlent

Ráðinn menningarfulltrúi Norðurlands vestra

Á fundi Menningarráðs Norðurlands vestra þann 1. ágúst síðastliðinn var Ingibergur Guðmundsson ráðinn í starf menningarfulltrúa Norðurlands vestra. Ellefu sóttu um stöðuna.

Ingibergur lauk BA-prófi í íslensku og sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1979 og B.Ed prófi frá sama skóla árið 1983. Þá stundaði hann framhaldsnám í stjórnun við DPU í Kaupmannahöfn árið 2003. Ingibergur hefur starfað við Höfðaskóla á Skagaströnd frá 1983, fyrst sem kennari og aðstoðarskólastjóri. Hann var skólastjóri við sama skóla á árunum 1991 til 2005. Nú síðast starfaði hann sem framkvæmdastjóri fiskmarkaðarins Örva á Skagaströnd.

Ingibergur er kvæntur, tveggja barna faðir og er búsettur á Skagaströnd. Hann mun hefja störf á næstu vikum og verður starfsaðstaða hans á Skagaströnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×