Innlent

Gistinóttum fjölgar

Gistinóttum á hótelum í júní fjölgaði um 16% miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru 153.900 í júní síðastliðnum en voru 132.800 í sama mánuði árið 2006.

Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Austurlandi þar sem fækkunin nam rúmum 8%. Fóru úr 7.400 árið 2006 í 6.800 árið 2007.

Aukningin var hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu þar sem gistinóttum fjölgaði um tæp 22%, úr 83.300 í 101.600 milli ára. Fjölgun gistinátta á hótelum í júní má bæði rekja til útlendinga og Íslendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×