Lífið

Jude Law kóngur framhjáhaldanna

Framhjáhald Jude Law með barnfóstru sinni gleymist seint.
Framhjáhald Jude Law með barnfóstru sinni gleymist seint.

Íslandsvinurinn Jude Law hefur verið valinn konungur framhjáhaldanna í heimi ríka og fræga fólksins í könnun bandarísks tímarits. Jude Law hélt sem kunnugt er framhjá leikkonunni Siennu Miller með barnfóstru sinni, Daisy Wright, og gerði þar með marga aðdáendur sína fráhverfa sér.

Annar í kjörinu um konunga framhjáhaldanna var leikarinn Billy Crudup sem skildi við ólétta kærustu sína til að taka saman við leikkonuna Claire Danes. Í þriðja sæti var Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, fyrir framhjáhald með 23 ára fyrirsætu.

Rappstjarnan Puff Daddy komst líka inn á topp tíu fyrir framhjáhald með Jennifer Lopez. Það sama gerði Meg Ryan fyrir að halda við Russell Crowe.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.