Trúði ekki að ég myndi sigra 14. apríl 2007 15:00 Ungfrú Reykjavík 2007 Fanney Lára Guðmundsdóttir var krýnd Ungfrú Reykjavík á fimmtudagskvöld. Hún er að klára stúdentinn frá Verzlunarskóla Íslands en stefnir á viðskiptafræði í bland við ferðamálafræði í framtíðinni. MYND/GVA „Ég er rosalega ánægð og þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Fanney Lára Guðmundsdóttir, nýkrýnd fegurðardrottning Reykjavíkur. Fanney er 19 ára Kópavogsmær og er að klára Verzlunarskóla Íslands. Eftir stúdentinn ætlar hún að taka eins árs pásu frá námi til að ferðast en hún stefnir á viðskiptafræði í framtíðinni í bland við ferðamálafræði. Aðspurð segir Fanney að kvöldið hafi verið afar skemmtilegt en auk þess að hreppa fyrsta sætið var Fanney valin Aquolina-stelpan. „Þetta var svo skemmtilegt að ég vildi að kvöldið myndi aldrei enda. Þegar búið var að tilkynna annað og þriðja sætið bjóst ég við að heyra eitthvert annað nafn því ég trúði ekki að ég myndi sigra,“ segir Fanney Lára en bætir við að núna stefni hún að sjálfsögðu á fyrsta sætið í stóru keppninni sem verður haldin 25. maí. Fanney Lára segist ekki hafa þurft að breyta mikið um lífsstíl í undirbúningi sínum fyrir keppnina. „Að vísu þurfti ég að byrja að hreyfa mig meira en ég hafði lítið gert af því áður. Núna veit ég hvað það er gott og ætla hiklaust að halda því áfram.“ Fanney Lára er á föstu með Daníel Frey Daníelssyni sem er námsmaður í Japan. Kærastinn var ekki á landinu þegar keppnin var haldin en hringdi strax í hana eftir krýninguna. „Hann sá úrslitin á netinu og hringdi strax og sagðist óska þess að hafa komið. Ég var í svo miklu spennufalli að ég gat varla talað en hringdi í hann aftur um kvöldið þegar ég var komin heim,“ segir hún hlæjandi. Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira
„Ég er rosalega ánægð og þetta kom mér verulega á óvart,“ segir Fanney Lára Guðmundsdóttir, nýkrýnd fegurðardrottning Reykjavíkur. Fanney er 19 ára Kópavogsmær og er að klára Verzlunarskóla Íslands. Eftir stúdentinn ætlar hún að taka eins árs pásu frá námi til að ferðast en hún stefnir á viðskiptafræði í framtíðinni í bland við ferðamálafræði. Aðspurð segir Fanney að kvöldið hafi verið afar skemmtilegt en auk þess að hreppa fyrsta sætið var Fanney valin Aquolina-stelpan. „Þetta var svo skemmtilegt að ég vildi að kvöldið myndi aldrei enda. Þegar búið var að tilkynna annað og þriðja sætið bjóst ég við að heyra eitthvert annað nafn því ég trúði ekki að ég myndi sigra,“ segir Fanney Lára en bætir við að núna stefni hún að sjálfsögðu á fyrsta sætið í stóru keppninni sem verður haldin 25. maí. Fanney Lára segist ekki hafa þurft að breyta mikið um lífsstíl í undirbúningi sínum fyrir keppnina. „Að vísu þurfti ég að byrja að hreyfa mig meira en ég hafði lítið gert af því áður. Núna veit ég hvað það er gott og ætla hiklaust að halda því áfram.“ Fanney Lára er á föstu með Daníel Frey Daníelssyni sem er námsmaður í Japan. Kærastinn var ekki á landinu þegar keppnin var haldin en hringdi strax í hana eftir krýninguna. „Hann sá úrslitin á netinu og hringdi strax og sagðist óska þess að hafa komið. Ég var í svo miklu spennufalli að ég gat varla talað en hringdi í hann aftur um kvöldið þegar ég var komin heim,“ segir hún hlæjandi.
Mest lesið Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Fleiri fréttir Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Sjá meira