Lífið

Íslenski pókerspilarinn úr leik í Dublin

Rúnar Rúnarsson á pókermótinu í Dublin. Hann féll úr leik í gær.
Rúnar Rúnarsson á pókermótinu í Dublin. Hann féll úr leik í gær. Mynd: Pokerstars.com

Íslenski pókerspilarinn Rúnar Rúnarsson er úr leik á Evrópumótaröðinni í Dublin sem lýkur á morgun. Rúnar var í 17. sæti á tímabili en samkvæmt fréttasíðunni pokernet.is mun Rúnar hafa endað í 50. sæti, eða neðar.

Eins og fram hefur komið hefur Rúnar áður tekið þátt í stórmótum af þessu tagi. Hann var til dæmis annar á móti í París fyrr á þessu ári og vann þá 17 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé.

Rúnar Rúnarsson er flugmaður úr Hafnarfirði og starfar fyrir flugfélag hér á landi.

Í viðtali við bloggsíðu mótsins segist Rúnar vera fastagestur á mótum í Kaupmannahöfn en verandi búsettur á Íslandi geti hann ekki tekið þátt í mörgum mótum á Evrópumótaröðinni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.