Fjölbreytt og réttlátt menntakerfi 19. apríl 2007 05:00 Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Ef fólk er spurt hvað er þeim mikilvægast eða dýrmætast í lífinu myndu flestir foreldrar svara því að það séu börnin. Því er nú svo farið að allir foreldrar þurfa að senda börnin sín í skóla og að sjálfsögðu viljum við að þeim líði vel í skólanum ekki síður en að þau læri eitthvað gagnlegt. Eftir að báðir foreldrar fóru út á vinnumarkaðinn hefur þróunin orðið sú að börnin eru mestan tíma sólarhringsins í skólanum. Það er því ákaflega mikilvægt að skólakerfið sé sniðið að þörfum barnanna og taki mið af einstaklingnum ekki síður en heildinni. Við Vinstri græn viljum að innan skólakerfisins rúmist mismunandi straumar og stefnur svo að bæði börn og foreldrar geti valið það sem hentar þeim best. Það teljum við að best sé gert með því meðal annars að draga úr miðstýringu, fara nýjar leiðir í mati á námsárangri þannig að skólastarfið miðist ekki eingöngu við próf, ýta undir og taka vel á móti frumkvæði fagfólks og gefa þeim hugmyndafræðilegt frelsi innan skólakerfisins og leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám. Innan skólakerfisins þarf líka að vera bæði tími og rými fyrir mikinn leik og sköpun barna. Ekki veitir af að börn fái að vera börn og leika sér eins lengi og mögulegt er. Hvernig sjá Vinstri græn fyrir sér menntakerfi til framtíðar?Fjölbreytni er góð – skólagjöld er mismununMismunandi straumar og stefnur innan skólakerfisins gera það að verkum að hver og einn ætti að eiga auðveldara með að finna skóla við hæfi barna sinna og foreldrar geta þá valið hvað þeim finnst henta best.Innan hins opinbera menntakerfis þarf að vera rúm fyrir sjálfstætt framtak fagfólks og hugmyndafræðilegt frelsi. Þeir sjálfstæðu skólar sem nú eru reknir fá allir framlög frá hinu opinbera. Það þarf hins vegar að gera breytingar í kerfinu þannig að hægt sé að bjóða upp á hið sjálfstæða framtak fagfólks og mismunandi aðferðir innan kerfisins en afnema með öllu skólagjöld því þau eru eingöngu til þess að mismuna börnum. Við teljum að öll börn eigi að hafa þetta val, en ekki einungis þau sem koma frá efnaðri heimilum.Breyttar áherslur – lýðræði, leikur og líðanÍ stefnuskrá Vinstri grænna í menntamálum kemur fram að við viljum afnema samræmd próf og opna fyrir nýjar leiðir í mati á skólastarfi og námsárangri. Einnig viljum við ýta undir einstaklingsmiðað nám í mun víðari skilningi þess heldur en eingöngu að það taki mið af því hversu hratt hver nemandi fer í gegnum hið hefðbundna námsefni. Að okkar mati þurfa börnin líka að hafa frelsi til þess að velja í auknum mæli um listir, íþróttir, handverk eða vísindi ef áhugi þeirra liggur á einu sviði framar öðru. Þar að auki teljum við að nemendur eigi að fá frelsi til að koma að mótun skólastarfsins í auknum mæli og læra lýðræðisleg vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Kjör og menntun kennaraMenntun og umönnun barna okkar er með verðmætustu störfum samfélagsins því þar er grunnurinn lagður að framtíðinni. Nauðsynlegt er að tryggja kennurum og fagfólki góð kjör og verður það að teljast góð langtímafjárfesting samfélagsins í heild. Að mati okkar Vinstri grænna þarf einnig að leggja aukna áherslu á símenntun kennara og rannsóknir í skólastarfi.Auk þess sem hér er nefnt má líka bæta við að í menntastefnu okkar leggjum við áherslu á móðurmálskennslu fyrir börn innflytjenda auk menntunar í sjálfbærni og jafnrétti fyrir öll skólastig. Á framhaldsskólastiginu viljum við tryggja jafnrétti til náms þannig að landsbyggðin hafi aukinn aðgang að menntun og skólagjöld verði afnumin. Við teljum mikilvægt að tryggja jafnrétti til náms með því meðal annars að ungmennum á landsbyggðinni sé tryggður aðgangur að menntun til 18 ára aldurs. Einnig viljum við að ungt fólk geti fengið stúdentspróf af öllum námsbrautum, hvort sem um er að ræða verknám, listnám eða hinar hefðbundnu leiðir. Okkar stefna gengur út á að byggja góðan grunn fyrir framtíð landsins með góðri og fjölbreyttri menntun sem öll er metin að verðleikum. Kíkið á stefnuna á heimasíðu okkar vg.is. Höfundur skipar 5. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun