Lífið

Ferry biðst afsökunar

Ferry talaði um aðdáun sína á nasistum í nýlegu viðtali.
Ferry talaði um aðdáun sína á nasistum í nýlegu viðtali.

Söngvarinn Bryan Ferry hefur beðist afsökunar á jákvæðum ummælum sínum um nasista. Ferry sagði í viðtali að valdatími nasista væri „hreint frábær“.

Brian Ferry, sem er fyrrum söngvari Roxy Music, lét ummælin falla í viðtali við þýskt dagblað. Þar talaði hann um aðdáun sína á verkum Leni Riefenstahl sem gerði áróðursmyndir fyrir nasista, og arkitektúr Albert Speer. Í viðtalinu, sem birtist í Welt am Sonntag, viðurkenndi Ferry einnig að hann kallaði hljóðver sitt í London „Führerbunker“.

„Ég biðst innilega afsökunar ef ummæli mín hafa móðgað einhvern. Þau voru eingöngu hugsuð út frá listrænu og sögulegu sjónarhorni. Eins og öðrum finnst mér nasistatíminn hræðilegur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.