Innlent

Björgólfur Thor kaupir Fríkirkjuveg 11

Thor Jenssen, langafi Björgólfs, átti eitt sinn húsið.
Thor Jenssen, langafi Björgólfs, átti eitt sinn húsið. MYND/Pjetur

Samþykkt var á fundi borgarráðs Reykjavíkur í dag að ganga að tilboði fjárfestingarfélagsins Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, í Fríkirkjuveg 11. Kaupverðið er 600 milljónir en það getur hækkað um allt að 200 milljónir þar sem eftir á að semja um ákveðnar óskir kaupanda sem lúta meðal annars að framkvæmdum á lóð. Thor Jenssen, langafi Björgólfs, átti eitt sinn húsið.

Fjögur tilboð bárust húsið. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, segir tilboð Novator hafa verið afgerandi best og töluvert hærra en hin tilboðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×