Rauðhærðar konur stofna samtök 30. apríl 2007 08:45 Rauðhærð samtök. Þuríður Helga er einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna. MYND/Vilhelm „Við erum einfaldlega miklu betri en annað fólk,“ segir Þuríður Helga Jónsdóttir innanhúsarkitekt og einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna en stofnfundur þeirra verður haldinn 11. maí næstkomandi að Ásvallagötu 59. „Aðalsprautan fyrir þessu er sýning Nínu Gautadóttur Óður til rauðhærðra kvenna í myndlist,“ bætir Þuríður við og segir að þær hafi fyrst haft veður af svona samtökum í Frakklandi en þar ku vera svipuð samtök kvenna sem skarta þessum hárlit. Þuríður tekur skýrt fram að það ríki léttur andi í þessum hópi og hið merkilega er að rauðhærðar konur virðast oftar en ekki dragast saman. Rauðhærðir virðist vera farnir að færa sig upp á skaftið því nýlega var heimasíðan raudhausar.com stofnuð en þar má finna vefverslun rauðhærðra og aðrar upplýsingar fyrir rauðhært fólk. Þuríður segir enda að margir séu þeirrar skoðunar að rauðhærðir séu öðruvísi en annað fólk. „Við höfum verið að skoða aðeins hvernig rauðhærðar konur hafa birst í poppmenningunni og hér áður fyrr virtist það loða við rauðhærðar konur í bíómyndum að þær væru vonda konan, þessi femme fatale,“ útskýrir Þuríður en bætir við að það hafi að einhverju leyti breyst, staða rauðhærðu konunnar sé nánast orðin jöfn stöðu kvenna með annan háralit. „Síðan hvenær hefur til dæmis Julia Roberts verið vonda konan,“ segir hún. Þuríður kannast einnig við aðrar mýtur á borð við þá að rauðhærðar konur séu vergjarnar og útsmognar. „Rauðhærðir strákar eru hins vegar í mun verri málum því í kvikmyndum eru þeir oftast sýndir sem hrekkjusvínin,“ segir Þuríður. „Annars eru þetta fyrst og fremst baráttusamtök því rauða genið er víkjandi og því er þetta hópur sem er á undanhaldi en við viljum vernda hann,“ útskýrir Þuríður. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira
„Við erum einfaldlega miklu betri en annað fólk,“ segir Þuríður Helga Jónsdóttir innanhúsarkitekt og einn af stofnendum Samtaka rauðhærðra kvenna en stofnfundur þeirra verður haldinn 11. maí næstkomandi að Ásvallagötu 59. „Aðalsprautan fyrir þessu er sýning Nínu Gautadóttur Óður til rauðhærðra kvenna í myndlist,“ bætir Þuríður við og segir að þær hafi fyrst haft veður af svona samtökum í Frakklandi en þar ku vera svipuð samtök kvenna sem skarta þessum hárlit. Þuríður tekur skýrt fram að það ríki léttur andi í þessum hópi og hið merkilega er að rauðhærðar konur virðast oftar en ekki dragast saman. Rauðhærðir virðist vera farnir að færa sig upp á skaftið því nýlega var heimasíðan raudhausar.com stofnuð en þar má finna vefverslun rauðhærðra og aðrar upplýsingar fyrir rauðhært fólk. Þuríður segir enda að margir séu þeirrar skoðunar að rauðhærðir séu öðruvísi en annað fólk. „Við höfum verið að skoða aðeins hvernig rauðhærðar konur hafa birst í poppmenningunni og hér áður fyrr virtist það loða við rauðhærðar konur í bíómyndum að þær væru vonda konan, þessi femme fatale,“ útskýrir Þuríður en bætir við að það hafi að einhverju leyti breyst, staða rauðhærðu konunnar sé nánast orðin jöfn stöðu kvenna með annan háralit. „Síðan hvenær hefur til dæmis Julia Roberts verið vonda konan,“ segir hún. Þuríður kannast einnig við aðrar mýtur á borð við þá að rauðhærðar konur séu vergjarnar og útsmognar. „Rauðhærðir strákar eru hins vegar í mun verri málum því í kvikmyndum eru þeir oftast sýndir sem hrekkjusvínin,“ segir Þuríður. „Annars eru þetta fyrst og fremst baráttusamtök því rauða genið er víkjandi og því er þetta hópur sem er á undanhaldi en við viljum vernda hann,“ útskýrir Þuríður.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjá meira