Lífið

Sérverslun MAC opnar í Kringlunni

Sumarlínan frá Mac verður í boði í nýrri sérverslun í Kringlunni.
Sumarlínan frá Mac verður í boði í nýrri sérverslun í Kringlunni.

Ný verslun með Mac-snyrtivörum opnaði í Kringlunni um helgina. Hún er sú eina sinnar tegundar á Norðurlöndunum. „Þessi verslun er fyrsta sérverslunin á Norðurlöndunum. Annars staðar eru búðirnar inni í deildarverslunum,“ sagði Sirrý Björnsdóttir, markaðsstjóri Mac á Íslandi, og á þar við verslanir á borð við þá sem Mac opnaði í Debenhams fyrir fjórum árum. „Í sérversluninni verður meira vöruúrval en hefur verið í boði hérna áður,“ sagði hún.

Sirrý segir aðdragandann að opnuninni hafa verið nokkuð langan. „Vinnslutíminn á þessu er svo langur. Það er verið að opna Mac-búðir úti um allan heim í hverri viku, og Mac hannar útlitið á þeim alveg. Það hefur til dæmis verið arkitekt frá Mac með okkur hérna á Íslandi til að fylgjast með því að allt sé eins og það á að vera,“ sagði Sirrý.

Verslunin er á 2. hæð Kringlunnar, við hliðina á verslun Hagkaupa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.