Hafdís Huld í vodkaauglýsingu 30. apríl 2007 09:45 Hafdís Huld hefur leikið töluvert áður, en varla á móti teiknuðum lundum. MYND/Hörður Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Reyka vodka sem sýndar verða í Bandaríkjunum. Hafdís, íklædd lopapeysu, húfu og vettlingum, leikur þar aðallega á móti teiknuðum lundum og fer með ýmsa speki um Ísland og fólkið sem landið byggir - á ensku með sterkum íslenskum hreim. „Ég vissi ekkert hvernig útkoman yrði. Þetta var bara bluescreen, og svo var allt teiknað eftir á,” sagði Hafdís. Hún hefur leikið töluvert áður, meðal annars í Íslenska draumnum og Villiljósi. „Ég ákvað að mennta mig í tónlistinni, en leiklistin togar alltaf svolítið í mig,“ sagði Hafdís. Það var ensk módelskrifstofa sem hafði samband við Hafdísi að fyrra bragði og spurði hvort hún hefði áhuga á að leika í auglýsingu. „Þeim fannst að ég hefði rétta lúkkið í þetta. Þegar ég mætti kom svo í ljós að þeir höfðu verið að prufa á Íslandi áður. Þau vantaði einhvern með íslenskan hreim og voru að leita að ákveðinni stemningu. Ég sagði nokkur orð og mátaði lopapeysu og svo varð þetta ofan á,“ sagði Hafdís. Karakterinn sem hún leikur hlýtur að teljast nokkuð barnslegur í framkomu. Aðspurð hvort framleiðendum hafi þótt karakterinn týpískur Íslendingur hló Hafdís. „Ég spurði einmitt að því sjálf,“ sagði hún. Eitthvað á hún þó sameiginlegt með honum, því þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún stödd á tónleikaferðalagi í Suður-Frakklandi. „Ég er með ullarvettlinga og trefil með mér,“ sagði hún og hló. „Ekta Íslendingur - ég ætlaði sko ekki að láta mér verða kalt.“ Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira
Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir er í aðalhlutverki í nýjum auglýsingum fyrir Reyka vodka sem sýndar verða í Bandaríkjunum. Hafdís, íklædd lopapeysu, húfu og vettlingum, leikur þar aðallega á móti teiknuðum lundum og fer með ýmsa speki um Ísland og fólkið sem landið byggir - á ensku með sterkum íslenskum hreim. „Ég vissi ekkert hvernig útkoman yrði. Þetta var bara bluescreen, og svo var allt teiknað eftir á,” sagði Hafdís. Hún hefur leikið töluvert áður, meðal annars í Íslenska draumnum og Villiljósi. „Ég ákvað að mennta mig í tónlistinni, en leiklistin togar alltaf svolítið í mig,“ sagði Hafdís. Það var ensk módelskrifstofa sem hafði samband við Hafdísi að fyrra bragði og spurði hvort hún hefði áhuga á að leika í auglýsingu. „Þeim fannst að ég hefði rétta lúkkið í þetta. Þegar ég mætti kom svo í ljós að þeir höfðu verið að prufa á Íslandi áður. Þau vantaði einhvern með íslenskan hreim og voru að leita að ákveðinni stemningu. Ég sagði nokkur orð og mátaði lopapeysu og svo varð þetta ofan á,“ sagði Hafdís. Karakterinn sem hún leikur hlýtur að teljast nokkuð barnslegur í framkomu. Aðspurð hvort framleiðendum hafi þótt karakterinn týpískur Íslendingur hló Hafdís. „Ég spurði einmitt að því sjálf,“ sagði hún. Eitthvað á hún þó sameiginlegt með honum, því þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún stödd á tónleikaferðalagi í Suður-Frakklandi. „Ég er með ullarvettlinga og trefil með mér,“ sagði hún og hló. „Ekta Íslendingur - ég ætlaði sko ekki að láta mér verða kalt.“
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Sjá meira