Lífið

Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálma ganga í hjónaband

Jón og Ingibjörg eru án nokkurs vafa eitt glæsilegasta par landsins.
Jón og Ingibjörg eru án nokkurs vafa eitt glæsilegasta par landsins. MYND/Fréttablaðið
Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir verða gefin saman í Dómkirkjunni laugardaginn sautjánda nóvember næstkomandi. Þrjúhundruð gestum er boðið í veisluna sem verður haldin í Hafnarhúsinu.

Parið hefur verið saman í hartnær áratug og búa saman í rúmlega fimmhundruð fermetra glæsilegu húsi á Sóleyjargötu.

Jóhannes Jónsson faðir Jóns Ásgeirs gleðst með syninum. ,,Jújú, ég get ekki verið annað en hamingjusamur með þetta." sagði Jóhannes.

Ekki náðist í Jón Ásgeir eða Ingibjörgu vegna málsins. Þau virðast ekkert hafa verið að flíka fyrirætlunum sínum. Spurður nánar út í tilhögun brúðkaupsins svaraði Jóhannes því til að hann vissi fátt meira en stað eða stund. ,,Ég veit sennilega ekki meira en þú, fyrir utan það að ég fékk boðskort." sagði Jóhannes ,,Komið á þennan aldur tekur fólk bara sínar eigin ákvarðanir."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.