Lífið

Lúsin herjar á bæjarstjóra Bolvíkinga

S.E.V skrifar
Grímur Atlason
Grímur Atlason MYND/Fréttablaðið
,,Hér er kembt kvölds og morgna." sagði Grímur Atlason bæjarstjóri Bolungarvíkur í samtali við Vísi. Grímur greindi frá því á bloggi sínu á Eyjunni í gær að hann hefði fundið lús í hári sínu og dóttur sinnar.

Grími er að sjálfsögðu umhugað um að halda viðskiptum í heimabyggð. Hann réðst því til atlögu við ófögnuðinn sjálfur, vopnaður hágæða úrvals lúsasjampói úr apótekinu í Bolungarvík. Hann segir að með samstilltu átaki fjölskyldunnar virðist hafa náðst að ráða niðurlögum kvikindanna.

Bæjarstjórinn segir lúsina ekkert sér bolungarvíkskt vandamál. Mannfólkinu fylgi alltaf einhver ófögnuður. Hann hafi ekki farið í gegnum vetur á íslandi án þess að heyra um lúsafaraldur. Þetta sé bara partur af því að vera maður. Menn fái lýs, líkt og starri fær flær. Grímur segir þó að fjölskyldan hafi sloppið hingað til.

Hann segir erfitt að koma í veg fyrir svona. ,,Maður breytir ekki nátturunni" ,,Þó lúsin sé ekki velkomin er ekkert ólíklegt að hún droppi við í kaffi aftur," segir Grímur að lokum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.