Innlent

Jón vísar fregnum af afsögn á bug

„Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar,“ sagði Jón í kvöld.
„Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar,“ sagði Jón í kvöld. MYND/Anton

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, vísar því á bug að hann hyggist segja af sér. Þetta kom fram í kvöldfréttum ríkissjónvarpsins. Í Íslandi í dag fyrr í kvöld var sagt frá því að Jón hefði tilkynnt nánustu samstarfsmönnum sínum að hann ætli að segja af sér sem formaður flokksins og að formlegrar tilkynningar þess efnis væri að vænta á næstu dögum.

 

Í kvöldfréttum RÚV er hins vegar haft eftir Jóni að „fregnir af andláti" hans séu stórlega ýktar, eins og það er orðað. Jón sagði fréttamanni RÚV að stjórnarmyndunarviðræður stæðu enn yfir. Hann segir ekki tímabært að taka ákvörðun um framhaldið fyrr en niðurstaða fæst í þeim viðræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×