Samherji hf. hefur fest kaup á allri starfsemi úgerðarinnar Sjólaskip hf. á erlendri grund. Þetta kemur fram í frétt Interseafood á Íslandi. Um eitt þúsund manns af ýmsum þjóðernum starfa við útgerð Sjólaskipa í Máritaníu og Marokkó.
Sjólaskip hafa gert út 6 verksmiðjuskip og tvö þjónustuskip í lögsögu Máritaníu og Marokkó en félagið er með bækistöðvar á Kanaríeyjum og höfuðstöðvar á Íslandi. Um 80 Íslendingar koma að starfsemi félagsins erlendis.
Í frétt Interseafood er haft eftir Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, að kaupin kalli á skipulagsbreytingar hjá Samherja. Hann gerir þó ekki ráð fyrir að miklar breytingar verði á starfsemi Sjólaskipa.
Eftir kaupin eiga Sjólaskip eitt skip sem stundar veiðar í landhelgi Marokkó.
Frétt Interseafood hér.