Lífið

Pamela Anderson bauluð niður í Cannes

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Pamela stillir sér upp fyrir ljósmyndara í Cannes.
Pamela stillir sér upp fyrir ljósmyndara í Cannes.

Brjóstagóða Baywatch stjarnan Pamela Anderson var bauluð niður af ljósmyndurum þegar hún mætti of seint í myndatöku á Cannes hátíðinni á föstudag og stillti sér aðeins upp í örfáar mínútur.

Anderson er í Cannes til að kynna nýja mynd sína ,,Blonde and Blonder". Fyrr um daginn hafði hún kvartað við sjónvarpsfréttamenn Associated Press, um að ljósmyndarar væru allstaðar að áreita fræga fólkið. ,,Leikurum er smalað um eins og nautgripum, snúðu þér svona, snúðu þér hinsegin." sagði stjarnan.

Mótleikari Andersons í ,,Blonde and Blonder" er Denise Richards og er myndinni líst sem blöndu af ,,Dumb & Dumber" og ,,Legally Blonde."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.