Lífið

Fokdýrar brúðkaupsgjafir fyrir örvæntingarfulla húsmóður

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Eva Longoria hefur ekki ódýran smekk, og það er ekki fyrir neina fátæklinga að mæta í brúðkaupið hennar.

Desperate Housewives stjarnan giftist þann sjöunda júlí næstkomandi Tony Parker, frönskum NBA leikmanni. Brúðkaupsgestum til hagræðingar hafa þau komið sér upp gjafalista hjá Tiffany & co. í New York.

Meðal þess sem skötuhjúin óska sér er matarstell fyrir tólf, platínuhnífaparasett og silfurhúðuð skál sem kostar litlar 90 þúsund krónur.

Séu menn ekki nægilega múraðir má kaupa kokteilpinna á spottprís - rúmar sex þúsund krónur stykkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.