Mike Tyson fyrrum heimsmeistari í þungavikt í hnefaleikum er aftur á leið í fangelsi. Í þetta sinn fyrir kókaín-neyslu og að hafa haft kókaín undir höndum. Tyson kvaðst sekur af þessum gælpum við fyrirtöku málsins í dag hjá héraðsdómi í Arizona. Hann gæti fengið meir en fjögurra ára dóm.
Tyson var handtekinn á leið út af næturklúbbnum Pussycat Lounge í Scottsdale í Arizon í desember á síðasta ári. Í fórum hans fannst kókaín auk þess að blóðrannsókn sýndi að hann var undir áhrifum þess.
Að sögn lögmanns Tyson hefur hann verið edrú s.l. átta mánuði eða frá handtökunni en í framhaldi af henni fór kappinn í meðferð. Tyson hefur áður setið inni en 1992 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann slapp út 1995.