Innlent

1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar aflétt

Sighvatur Jónsson skrifar

Iðnaðar- og fjármálaráðherra hafa ákveðið að aflétta 1200 milljóna króna skuld Byggðastofnunnar, til að koma til móts við vanda útgerðanna í kjölfar kvótaskerðingar. Þetta var tilkynnt við opnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Ísafirði í dag.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands tók til starfa í dag, við samruna Iðntæknistofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Nýtt merki miðstöðvarinnar var afhjúpað í Edenborgarhúsinu á Ísafirði í dag.

Um 80 störf skapast hjá Nýsköpunarmiðstöðinni, en þegar er búið að auglýsa 20 þeirra. Auk þess er gert ráð fyrir hundruð nemenda í ýmiss konar námi, sem mun tengjast ýmsum verkefnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×