Lífið

Hún er ömurleg en ég elska hana

Pete Doherty lýsti ást sinni á Kate Moss á undarlegan hátt í The Mirror í gær.
Pete Doherty lýsti ást sinni á Kate Moss á undarlegan hátt í The Mirror í gær.

Rokkróninn Pete Doherty gerði í gær sjarmerandi tilraun til að endurheimta ástir Kate Moss. Leiðin sem hann valdi var viðtal við breska götublaðið Mirror.



„Ég elska hana af öllu hjarta. Mér líkar hvernig hún labbar og talar. Ég elska beinin hennar og heilann.“ segir Pete í upphafi viðtals við Daily Mirror þar sem hann reynir að vinna aftur ástir Kate Moss. Eitthvað var Pete óviss í afstöðu sinni því stuttu seinna segir hann: „Hún er illgjörn gömul tuska.“ Einnig talar hann ítarlega um hvað hún sé óþolandi afbrýðissöm og hafi beitt hann andlegu og líkamlegu ofbeldi.

Hvernig honum dettur í hug að það að kalla fyrrverandi kærustuna sína gamla tusku sé góð leið til að ná henni aftur er líklegast spurning fyrir lengra komna.

Pete segir í viðtalinu að ástæðan fyrir því að hann kom í viðtal var að það sé eina leiðin til að ná sambandi við hana. Hún sé hætt að tala við hann og hann vilji segja henni að hann elski hann. Einhverra hluta vegna finnst honum þetta sama viðtal vera rétti vettvangurinn til að hneykslast á því að hún lesi slúðurblöð yfirhöfuð.

Stuttu seinna segist hann reyndar vera í góðu sambandi við hana og fyrr í vikunni hafi hún sungið Moon River inn á talhólfið í símanum hans. Til að fullkomna ástarjátninguna segir Pete frá því í viðtalinu að hann hafi nú reyndar beðið stúlku að nafni Christine og brúðkaup sé planlagt í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.