Lífið

Kryddpíur vantar stílista

Talsmaður hennar firrar hana allri ábyrgð á tískuslysunum hjá Spice Girls.
Talsmaður hennar firrar hana allri ábyrgð á tískuslysunum hjá Spice Girls.

Mörgum þótti Kryddpíurnar ekki nógu stílíseraðar þegar þær hittust til að tilkynna um endurkomu sveitarinnar. Þegar maður skoðar myndina er það þó í rauninni aðallega Geri sem stingur í stúf enda eru allar hinar í svörtu og Mel B í svörtu og rauðu. Geri er hins vegar í skósíðum blómakjól sem passar alls ekki inn í heildarmyndina. Nýlega kom upp orðrómur þess eðlis að Kryddpíurnar hefðu fengið Donatellu til að taka stíl þeirra í gegn og var hún sögð sitja sveitt við að hanna búninga fyrir tónleikatúr stúlknanna.

Þær þykja ekki passa sérlega vel upp á klæðaburðinn og margir telja þær þurfa stílista hið snarasta.

Talsmaður Versace hefur hins vegar neitað þessum orðrómi. „Þetta er einfaldlega ekki satt," sagði hann. „Ég hef ekki hugmynd hvaðan þessi orðrómur kemur en Donatella mun ekki koma nálægt stílíseringu á píunum." Vonandi finnur sönghópurinn góðan stílista til að vinna með því það er augljóst að þær geta þetta ekki alveg sjálfar. Ekki frekar en óheillakrákan hún Britney Spears sem hefur lengi hunsað ráð stílista sinna. Einnig skulum við vona að Kryddpíurnar fari ekki að kafa inn í skápana í leit að platform íþróttaskóm, kjólum með hlébarðamynstri eða „baby"-kjólum eins og þær gerðu forðum daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.