Innlent

Tilbúnar að takast á við loftlagsvandamál

MYYND/Valgarður

Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins fagna fram kominni stefnumörkun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og lýsa sig tilbúnar til stórra aðgerða á þessu sviði til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar.

Í yfirlýsingu frá Landgræðslunni og Skógræktinni kemur fram að í umræðunni sem nú eigi sér stað hér á landi og um allan heim um skaðlega losun gróðurhúsalofttegunda og hugsanlegar mótvægisaðgerðir þar að lútandi hafi verið bent á þá möguleika Íslands að binda megi mikið magn kolefnis með stóraukinni skógrækt og landgræðslu. Tækni, þekking og landssvæði séu þegar til staðar til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×