Innlent

Félagsmálaráðherra hyggst beita sér fyrir réttindum lifandi líffæragjafa

Félagsmálaráðherra segir það stjórnvalda og vinnumarkaðarins að sjá til þess að lifandi líffæragjafar verði ekki fyrir fjárhagslegu tjóni eftir líffæragjöf. Ráðherra ætlar að beita sér fyrir því að kjör þeirra verði bætt sem fyrst.



Hátt í hundrað manns manns hafa gefið nýra hér á landi frá því slíkar aðgerðir hófust um 1970. Greint hefur verið frá því í fréttum Stöðvar tvö undanfarna daga að réttindi líffæragjafa hér á landi eftir aðgerð eru óljós. Líffæragjafi þarf að vera frá vinnu í tvo mánuði eftir aðgerð en hefur ekki rétt á veikindaleyfi hvort sem hann starfar sjálfstætt eða ekki. Hann missir því niður tekjur við gjöfina og fær einungis sjúkradagpeninga frá Tryggingastofnun sem nema um fjörutíu þúsund krónum á mánuði.

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hyggst kalla til fundar í samráði við heilbrigðisráðherra með aðilum vinnumarkaðarins.

Heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fréttum síðastliðinn mánudag að vilji væri af hálfu heilbrigðistráðuneytisins til að bæta kjör lifandi líffæragjafa.

Jóhanna segir hugsanlegt að breyta þurfi lögum um félaglega aðstoð auk þess sem hún vilji skoða hvaða réttindi sjálfstætt starfandi og þeirra sem starfi hjá fyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×