Opnunartíma skemmtistaða verður ekki breytt 22. ágúst 2007 15:08 Björn Ingi Hrafnsson forseti borgarráðs og Stefán Eiríksson lögreglustjóri ræða málin á fundinum. MYND/Stöð 2 Á fundi sem lögreglustjóri og borgaryfirvöld héldu með veitingamönnum í miðbænum í Rúgbrauðsgerðinni í dag kom m.a. fram að engin áform eru uppi um að breyta opnunartíma skemmtistaða. Fundurinn var mjög fjölsóttur og gat Stefán Eiríksson lögreglustjóri þess raunar í inngangsorðum sínum að fleiri væru mættir en boðaðir voru. Stefán Eiríksson fór í gegnum stöðuna eins og hún er í dag og aðgerðir sem framundan eru gegn því sem kallað hefur verið óþolandi ástand við veitingastaði og bari í miðbænum um helgar. Nefndi hann m.a. meiri sýnileika lögreglunnar og að brýnt væri að fjölga myndavélum einkum ofar á Laugaveginum. Stefán gat þess að minniháttar líkamsárásum hefði fjölgað en á móti hefði alvarlegum brotum fækkað. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri ræddi í máli sínu m.a. um viðræður sem hann hefði átt við hagsmunaaðila í Austurstræti. Kvað hann þá segja að ástandið í og við götuna væri orðið óþolandi. Ferðamenn gætu ekki gengið um svæðið án þess að verða fyrir áreiti einkum betli af hálfu útigangsmanna sem oft væri mjög frekjulegt. Það kom einnig fram í máli Vilhjálms að engin áfrom væru uppi um að breyta opnunartíma veitingastaða í miðbænum. Þeir veitingamenn sem tóku til máls á fundinum ræddu m.a. um reykingarbannið og voru menn ýmist með eða á móti því. Einnig komu fram raddir um að breyta þeim reglum sem kveða á um að gestir mega ekki taka áfengi með sér út af stöðunum. Var m.a. sagt að nær ómögulegt væri að hafa eftirlit með slíku og nær að breyta reglum þannig að gestir mættu taka áfengi með sér út í plastglösum. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Á fundi sem lögreglustjóri og borgaryfirvöld héldu með veitingamönnum í miðbænum í Rúgbrauðsgerðinni í dag kom m.a. fram að engin áform eru uppi um að breyta opnunartíma skemmtistaða. Fundurinn var mjög fjölsóttur og gat Stefán Eiríksson lögreglustjóri þess raunar í inngangsorðum sínum að fleiri væru mættir en boðaðir voru. Stefán Eiríksson fór í gegnum stöðuna eins og hún er í dag og aðgerðir sem framundan eru gegn því sem kallað hefur verið óþolandi ástand við veitingastaði og bari í miðbænum um helgar. Nefndi hann m.a. meiri sýnileika lögreglunnar og að brýnt væri að fjölga myndavélum einkum ofar á Laugaveginum. Stefán gat þess að minniháttar líkamsárásum hefði fjölgað en á móti hefði alvarlegum brotum fækkað. Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarstjóri ræddi í máli sínu m.a. um viðræður sem hann hefði átt við hagsmunaaðila í Austurstræti. Kvað hann þá segja að ástandið í og við götuna væri orðið óþolandi. Ferðamenn gætu ekki gengið um svæðið án þess að verða fyrir áreiti einkum betli af hálfu útigangsmanna sem oft væri mjög frekjulegt. Það kom einnig fram í máli Vilhjálms að engin áfrom væru uppi um að breyta opnunartíma veitingastaða í miðbænum. Þeir veitingamenn sem tóku til máls á fundinum ræddu m.a. um reykingarbannið og voru menn ýmist með eða á móti því. Einnig komu fram raddir um að breyta þeim reglum sem kveða á um að gestir mega ekki taka áfengi með sér út af stöðunum. Var m.a. sagt að nær ómögulegt væri að hafa eftirlit með slíku og nær að breyta reglum þannig að gestir mættu taka áfengi með sér út í plastglösum.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira