Innlent

Konum bjargað úr miðri á

Stúlkurnar sem sátu fastar á þaki bifreiðar í miðri á í Svartadal eru komnar á þurrt. Þær sluppu ómeiddar, en voru nokkuð skelkaðar að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarsveitir úr Eyjafirði og af Suðurlandi voru kallaðar að Köldukvisl í Svartadal fyrir um 20 mínútum síðan. Tvær konur sátu fastar í miðri ánni.

Konurnar hugðust fara á bíl yfir ána en svo illa vildi til að bíllinn festist í ánni. Miklir vatnavextir eru í ánni og því neyddust konurnar til að klifra upp á þak bílsins til að forðast vatnselginn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli er mikil þoka og rigning á svæðinu og aðstæður til björgunar því erfiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×