Sprækir salsa-diplómatar 8. maí 2007 08:30 Skoskt salsa með alþjóðlegu ívafi Hljómsveitin Salsa Celtica leikur á Vorblóti í annað sinn. Hljómsveitin Salsa Celtica snýr aftur til Íslands til að leika á heimstónlistarhátíðinni Vorblót. Tónlist hennar er frumleg blanda af suðrænni sveiflu og norrænum áhrifum sem vakið hefur stormandi lukku og fjör í fótum um allar jarðir. Trompetblásarinn og slagverksleikarinn Toby Shippey er einn af stofnendum sveitarinnar, sem fyrir rúmum áratug byrjaði að bræða saman blóðheita latíntónlist og keltneska tónlistarhefð í Edinborg í Skotlandi. Hann kveðst kátur yfir annarri Íslandsheimsókn enda skemmtu hljómsveitarmeðlimir sér afbragðsvel síðast. „Hljómsveitin byrjaði reyndar sem meiri félagsskapur en hugmynd um eitthvert risaband. Ég vissi ekki mikið um salsatónlist til að byrja með, við vorum bara að prófa okkur áfram.“ Tónlistarlífið í Edinborg er einstakt og Shippey útskýrir að hljómsveitin hefði vart getað orðið til annars staðar. „Hér er mjög fjölbreytt tónlistarlíf en það koma ekki margar frægar rokksveitir frá Endinborg, meira um djasstónlistarmenn, þjóðlagamúsík, hiphop og soul-listafólk og allir eru að spila saman því borgin er svo lítil. Tilraunamennskan er því meiri. Fyrir okkur snýst þetta ekki um hvaða tónlistarstefnum við erum að blanda saman heldur um gæði útkomunnar, við viljum bara búa til góða tónlist.“ Latínaðdáendur í borginni tóku við sér þegar tónlist Salsa Celtica fór að heyrast á krám og börum og þá byrjaði boltinn að rúlla. Stuttu síðar var farið að bjóða henni að spila á hátíðum og ýmiss konar uppákomum í fjarlægum löndum á sama tíma og salsabylgja reið yfir heimsbyggðina. Shippey hlær við þegar hann er spurður hvort salsa sé vinsæll dans í Skotlandi. „Ég veit ekki við hvað ég á að miða, ég held að salsa sé ekki mjög vinsælt á Íslandi eða hvað? En fyrir svona fimm árum varð alger salsasprenging í Bretlandi og allir fóru á salsanámskeið en fyrir tíu árum vissu fæstir hvernig tónlist þetta er.“ Shippey viðurkennir að ef til vill hafi hljómveitin lagt sitt af mörkum í salsabylgjunni. „Já, ætli við séum ekki svona salsa-diplómatar,“ segir hann gamansamur. Í fjölmörgum borgum eru salsaklúbbar eða salsakvöld þar sem dansáhugafólk mætir til þess að dilla sér og skaka við þessa skemmtilegu tónlist og hafa dansskólar hérlendis til að mynda staðið fyrir slíkum uppákomum. Nú, fjórum plötum síðar, er hljómsveitin búin að finna sinn eigin hljóm og félagarnir farnir að tala spænsku. Innanborðs eru allra þjóða spilarar, gítarleikari frá Chile, skoskur pípuleikari og fiðlari frá Írlandi en á plötunum hafa þeir einnig fengið til sín fjölmarga gesti, þar á meðal víðfræga salsalistamenn og þjóðlagasöngvara. Shippey segir kankvís að enn hafi enginn kjánast til þess að stæla tónlist Salsa Celtica. „Fólk hefur orðið fyrir áhrifum en það er ekki byrjað að herma eftir okkur, við höfum ekki komið af stað neinni bylgju keltneskrar salsatónlistar enn þá. Ég frétti samt af því að bandarískur salsalistamaður hefði gert plötu með keltnesku ívafi en það var átta árum eftir að við byrjuðum. Svo er víst líka til flamenco-hljómsveit sem farin er að blanda keltneskum áhrifum í sína músík. Maður veit aldrei hvað kemur tísku af stað.“ Tónleikar Salsa Celtica verða á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll hinn 18. maí. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Hljómsveitin Salsa Celtica snýr aftur til Íslands til að leika á heimstónlistarhátíðinni Vorblót. Tónlist hennar er frumleg blanda af suðrænni sveiflu og norrænum áhrifum sem vakið hefur stormandi lukku og fjör í fótum um allar jarðir. Trompetblásarinn og slagverksleikarinn Toby Shippey er einn af stofnendum sveitarinnar, sem fyrir rúmum áratug byrjaði að bræða saman blóðheita latíntónlist og keltneska tónlistarhefð í Edinborg í Skotlandi. Hann kveðst kátur yfir annarri Íslandsheimsókn enda skemmtu hljómsveitarmeðlimir sér afbragðsvel síðast. „Hljómsveitin byrjaði reyndar sem meiri félagsskapur en hugmynd um eitthvert risaband. Ég vissi ekki mikið um salsatónlist til að byrja með, við vorum bara að prófa okkur áfram.“ Tónlistarlífið í Edinborg er einstakt og Shippey útskýrir að hljómsveitin hefði vart getað orðið til annars staðar. „Hér er mjög fjölbreytt tónlistarlíf en það koma ekki margar frægar rokksveitir frá Endinborg, meira um djasstónlistarmenn, þjóðlagamúsík, hiphop og soul-listafólk og allir eru að spila saman því borgin er svo lítil. Tilraunamennskan er því meiri. Fyrir okkur snýst þetta ekki um hvaða tónlistarstefnum við erum að blanda saman heldur um gæði útkomunnar, við viljum bara búa til góða tónlist.“ Latínaðdáendur í borginni tóku við sér þegar tónlist Salsa Celtica fór að heyrast á krám og börum og þá byrjaði boltinn að rúlla. Stuttu síðar var farið að bjóða henni að spila á hátíðum og ýmiss konar uppákomum í fjarlægum löndum á sama tíma og salsabylgja reið yfir heimsbyggðina. Shippey hlær við þegar hann er spurður hvort salsa sé vinsæll dans í Skotlandi. „Ég veit ekki við hvað ég á að miða, ég held að salsa sé ekki mjög vinsælt á Íslandi eða hvað? En fyrir svona fimm árum varð alger salsasprenging í Bretlandi og allir fóru á salsanámskeið en fyrir tíu árum vissu fæstir hvernig tónlist þetta er.“ Shippey viðurkennir að ef til vill hafi hljómveitin lagt sitt af mörkum í salsabylgjunni. „Já, ætli við séum ekki svona salsa-diplómatar,“ segir hann gamansamur. Í fjölmörgum borgum eru salsaklúbbar eða salsakvöld þar sem dansáhugafólk mætir til þess að dilla sér og skaka við þessa skemmtilegu tónlist og hafa dansskólar hérlendis til að mynda staðið fyrir slíkum uppákomum. Nú, fjórum plötum síðar, er hljómsveitin búin að finna sinn eigin hljóm og félagarnir farnir að tala spænsku. Innanborðs eru allra þjóða spilarar, gítarleikari frá Chile, skoskur pípuleikari og fiðlari frá Írlandi en á plötunum hafa þeir einnig fengið til sín fjölmarga gesti, þar á meðal víðfræga salsalistamenn og þjóðlagasöngvara. Shippey segir kankvís að enn hafi enginn kjánast til þess að stæla tónlist Salsa Celtica. „Fólk hefur orðið fyrir áhrifum en það er ekki byrjað að herma eftir okkur, við höfum ekki komið af stað neinni bylgju keltneskrar salsatónlistar enn þá. Ég frétti samt af því að bandarískur salsalistamaður hefði gert plötu með keltnesku ívafi en það var átta árum eftir að við byrjuðum. Svo er víst líka til flamenco-hljómsveit sem farin er að blanda keltneskum áhrifum í sína músík. Maður veit aldrei hvað kemur tísku af stað.“ Tónleikar Salsa Celtica verða á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll hinn 18. maí.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira