Óvænt endurkoma Simma í handboltann 8. maí 2007 10:15 Sigmar Vilhjálmsson þótti efnilegur handboltamaður á sínum yngri árum og komst meðal annars í sextán ára landslið Svía. „Ég gat varla staðið í fæturna eftir leikinn og Hjálmar bróðir var rúmliggjandi," segir Sigmar Vilhjálmsson. Hann lék síðasta leikinn með meistaraflokki Hattar frá Egilsstöðum í fyrstu deild Íslandsmótsins í handknattleik á dögunum, ásamt bróður sínum Hjálmari Vilhjálmssyni. Hattarmenn höfðu ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í deildinni, höfðu tapað öllum leikjunum og brugðu því á það ráð að fá bræðurna Sigmar og Hjálmar til aðstoðar við að innbyrða fyrsta sigurinn. Og það tókst. Höttur vann Gróttu með 31 marki gegn 28 úti á Seltjarnarnesi. „Ég skoraði þrjú og var rekinn út af í tvær mínútur tvisvar sinnum," segir Sigmar en á héraðsvefnum austurlandid.is kemur fram að þeim Hjálmari og Sigmari hafi verið falið að fylla upp í götin á varnarleik liðsins. Sigmar er reyndar alls ekki ókunnur parkettinu og harpixinu því hann hefur meðal annars afrekað að komast í hópinn hjá 16 ára landsliði Svía. „En svo flutti ég heim og fór að æfa með Hetti. Og þar stöðnuðu hæfileikarnir," segir Sigmar sem þó lék einnig með yngri flokkum ÍR og Vals. Hjálmar lék á árum áður með bæði Fram og HK. Hann segir leikinn hins vegar ekki hafa vakið gamla handboltadrauma. „Keppnisskapið er einfaldlega oft meira en líkamlegt form og þó ég fari í World Class á hverjum degi þá er það allt öðruvísi en að berjast inni á vellinum," segir Sigmar og bætir því við að hann hafi fundið fyrir vöðvum sem hann vissi ekki að væru til. „En eflaust mun ég láta mig hafa það að taka einn eða tvo leiki með liðinu á næsta ári," bætir varnarjaxlinn Sigmar við. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
„Ég gat varla staðið í fæturna eftir leikinn og Hjálmar bróðir var rúmliggjandi," segir Sigmar Vilhjálmsson. Hann lék síðasta leikinn með meistaraflokki Hattar frá Egilsstöðum í fyrstu deild Íslandsmótsins í handknattleik á dögunum, ásamt bróður sínum Hjálmari Vilhjálmssyni. Hattarmenn höfðu ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í deildinni, höfðu tapað öllum leikjunum og brugðu því á það ráð að fá bræðurna Sigmar og Hjálmar til aðstoðar við að innbyrða fyrsta sigurinn. Og það tókst. Höttur vann Gróttu með 31 marki gegn 28 úti á Seltjarnarnesi. „Ég skoraði þrjú og var rekinn út af í tvær mínútur tvisvar sinnum," segir Sigmar en á héraðsvefnum austurlandid.is kemur fram að þeim Hjálmari og Sigmari hafi verið falið að fylla upp í götin á varnarleik liðsins. Sigmar er reyndar alls ekki ókunnur parkettinu og harpixinu því hann hefur meðal annars afrekað að komast í hópinn hjá 16 ára landsliði Svía. „En svo flutti ég heim og fór að æfa með Hetti. Og þar stöðnuðu hæfileikarnir," segir Sigmar sem þó lék einnig með yngri flokkum ÍR og Vals. Hjálmar lék á árum áður með bæði Fram og HK. Hann segir leikinn hins vegar ekki hafa vakið gamla handboltadrauma. „Keppnisskapið er einfaldlega oft meira en líkamlegt form og þó ég fari í World Class á hverjum degi þá er það allt öðruvísi en að berjast inni á vellinum," segir Sigmar og bætir því við að hann hafi fundið fyrir vöðvum sem hann vissi ekki að væru til. „En eflaust mun ég láta mig hafa það að taka einn eða tvo leiki með liðinu á næsta ári," bætir varnarjaxlinn Sigmar við.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira