Lífið

Þrjár til viðbótar

Nýjasta myndin um Pétur Parker og félaga hefur notið gríðarlegra vinsælda.
Nýjasta myndin um Pétur Parker og félaga hefur notið gríðarlegra vinsælda.

Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir til viðbótar verða gerðar um köngulóarmanninn. Sú nýjasta, Spider Man 3, hefur farið fram úr björtustu vonum framleiðenda myndarinnar hvað varðar aðsóknartölur og ætla þeir þess vegna að hamra járnið á meðan það er heitt.

„Allir vilja gera fjórðu, fimmtu, sjöttu og enn þá fleiri myndir,“ sagði Michael Lynton hjá Sony Pictures. „Við munum gera eins margar og góður söguþráður leyfir.“

Spider Man 3 þénaði 148 milljónir dollara, eða um 9,3 milljarða króna, fyrstu þrjá sýningardagana í Bandaríkjunum. Sló hún þar með met Pirates of the Caribbean: Dead Man"s Chest, sem þénaði 135,6 milljónir dollara í fyrra, eða um 8,5 milljarða króna.

Lynton segir að það hve Spider Man 3 höfði til margra aldurshópa skipti mestu máli hvað varðar vinsældirnar. „Hún hefur laðað til sín fjölskyldur og fengið þær þannig aftur í kvikmyndahúsin.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.