Julia Roberts ætlar að klæða nýjasta erfingjann í notuð föt. Roberts á von á þriðja barni sínu með tökumanninum Danny Moder í haust, en fyrir eiga þau tvíburana Hazel og Phinnaeus.
Leikkonan ku hafa eytt ansi háum fjárhæðum í föt á tvíburana þegar hún gekk með þau undir belti. Hún vill ekki endurtaka leikinn heldur spara peninga. Það gæti þó komið sumum spánskt fyrir sjónir þar sem Roberts var á sínum tíma hæstlaunaða leikkona í Hollywood.
Í viðtali hjá Opruh Winfrey sagðist Roberts hafa vaxið sem manneskja eftir að hún varð móðir. Hún sagði jafnframt að hún hefði nánast verið búin að gefa upp alla von um að verða ólétt á ný.