Lífið

Kate Moss langar í barn

Kate Moss þráir að eignast barn með Pete Doherty og telur að hann yrði skemmtilegur pabbi.
Kate Moss þráir að eignast barn með Pete Doherty og telur að hann yrði skemmtilegur pabbi. MYND/Getty

Kate Moss vill eignast barn með kærasta sínum Pete Doherty. Samkvæmt breska blaðinu Daily Express sagði Kate vinkonu sinni frá þessari ósk.

„Allir eru helteknir af hugmyndinni um hjónaband og hvar við stöndum gagnvart því. Það skiptir engu máli af því að við erum saman,“ sagði fyrirsætan. Hún sagði þau hins vegar þurfa þau tengsl sem hljótast af því að eignast barn. „Pete væri skemmtilegur pabbi.“

Kate á fyrir dótturina Lilu Grace, en Pete Doherty á soninn Astile. „Við eigum tónlistina okkar saman og við erum að gera plötu, en barn myndi gera útslagið fyrir Pete og mig,“ sagði fyrirsætan. Pete Doherty hefur verið áberandi í fjölmiðlum fyrir eiturlyfjaneyslu sína, en það truflar Kate ekki. Hún segist telja að barn myndi hjálpa honum að losa sig við ósiðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.