Frábær danssýning! 9. mars 2007 04:45 Gísli Sváfnisson skrifar - Ég fór á frumsýningu Íslenska dansflokksins 23. febrúar sem ber það skemmtilega heiti „Í okkar nafni”. Ég skemmti mér mjög vel eins fjölmargir aðrir frumsýningargestir. Mikill hluti þeirra sýndi aðdáun og hrifningu sína með því að klappa og rísa úr sætum í lok sýningar. Mér brá því heldur í brún þegar ég las gagnrýni um sýninguna í Fréttablaðinu 26. febrúar. Þar er öllu því listafólki sem leggur metnað sinn í að setja upp sýninguna sýnd slík framkoma að ég get bara ekki orða bundist. Ekki síst vegna þess að í gangrýninni koma fram að mínu mati fordómar gagnvart danslist, vanþekking á þeirri vinnu sem liggur að baki og ekki síst vanvirðing og hrein ókurteisi í garð flokksins. Gott og vel þessi gagnrýnandi kunni greinileg ekki að meta sýninguna og trúlega vanari því að rífa niður en byggja fólk upp. Það er reyndar engin nýlunda að hér á landi sé skrifað um þessa listgrein af einhverri óskiljanlegri ólund, yfirlæti og jafnvel einkennilegri öfund í þau fáu skipti sem einhver stingur niður penna. Þess ber auðvitað að geta að ég er ekki sérfræðingur í listdansi, aðeins leikmaður. Ég hef þó fylgst nokkuð vel með dansflokknum og farið á nær allar sýningar síðustu 6-7 árin og hef því góðan samanburð hvað þetta varðar. Mitt mat er að þessi ár standi fjórar sýningar upp úr. Það eru Baldur, Screensaver, Happy new year og þessi síðasta, Í okkar nafni. Sýningin núna samanstendur úr tveimur frumsömdum verkum eftir Kanadamanninn Adnré Gringras og Spánverjann Roberto Oliván. Verk Gringras var byggt á lífsmynstri og samskiptum skordýra. Við sáum lirfurnar skríða úr eggjum, þroskast í einni kös í upphafsatriðinu. Þetta var mjög sterkt upphaf og vel gert því svona agnarlitlar, nákvæmar fínhreyfingar eru eftir því sem ég best veit feykilega erfiðar. Eftir það huldust „lirfurnar” í púpuskikkjum og dönsuðu frjálst um sviðið þar til þær „þroskuðust” í fullvaxta einstaklinga með sín sérkenni. Hver dansari klæddist sínum skrautbúningi og tók sig til fyrir sinn karakter. Dans hinna fullþroskuðu var mjög líflegur og fjölbreyttur og túlkaði flókin samskipti þeirra. Drottningin, karldýrin og þernurnar voru þar öll í hlutverkum sýnum. Hugmynd Gringras að nota þannig skordýralífið og yfirfæra það á mannlífið er kannski ekki endilega frumleg hugsun en það hvernig hún er sett fram er mjög skemmtileg og lífleg. Tónlistin í verkinu er fjölbreytt og undirstrikar í raun hvert þróunarstig mjög vel. Síðara verkið er sótt í íslenska dulúð og náttúruöflin og má raunar segja að það sé í raun dansleikhús. Mér finnst það merkilegt að það skuli vera útlendur maður, Spánverji, sem semur þetta verk, eins rammíslenskt og það í raun er. Það verður ekki gert nema með alveg gífurlegum undirbúningi og samvinnu dansara og höfundar. Þarna kristallast átök íslensku þjóðarinnar við hin gömlu „dulrænu öfl” og hin nútíma „gróða- og auðnaröfl” sem allt ætla hér að gleypa. Þetta er því mjög nútímalegt, pólitískt verk. Tónlist snillingsins Jóns Leifs er líka svo mögnuð að það er líkt og „himinn og jörð” séu að farast. Í „átakakaflanum” í verkinu eru allir dansararnir á sviðinu í þvílíkri „aksjón” að ég hef ekki séð slíkt áður á sviði. Allt það sem þeir gera í þessum langa kafla, tveir saman, þrír saman og í hópdönsum hlýtur að reyna alveg ótrúlega á líkamlegt atgervi. Sérfróði gagnrýnandinn í Fréttablaðinu sagði í stuttu máli: „Nei, takk! Að dansgagnrýnandi víðlesnasta blaðs landsins skrifi um sýninguna þannig að hún sé undir meðallagi, að dansararnir sé ekki í formi, orðnir gamlir og þreyttir, að láta liggja að því að aðstandendur sýningarinnar hafi ekki metnað né getu er að mínu mati alls ekki bjóðandi því fólki sem þarna starfar af heilindum og heldur ekki okkur hinum, áhugamönnunum, sem hafa gaman að nútímadansi. Íslenski dansflokkurinn hefur með þessari sýningu enn og aftur sannað að þarna eru að störfum frábærir dansarar, metnaðarfullir höfundar og framsýnir stjórnendur. Takk kærlega fyrir mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Gísli Sváfnisson skrifar - Ég fór á frumsýningu Íslenska dansflokksins 23. febrúar sem ber það skemmtilega heiti „Í okkar nafni”. Ég skemmti mér mjög vel eins fjölmargir aðrir frumsýningargestir. Mikill hluti þeirra sýndi aðdáun og hrifningu sína með því að klappa og rísa úr sætum í lok sýningar. Mér brá því heldur í brún þegar ég las gagnrýni um sýninguna í Fréttablaðinu 26. febrúar. Þar er öllu því listafólki sem leggur metnað sinn í að setja upp sýninguna sýnd slík framkoma að ég get bara ekki orða bundist. Ekki síst vegna þess að í gangrýninni koma fram að mínu mati fordómar gagnvart danslist, vanþekking á þeirri vinnu sem liggur að baki og ekki síst vanvirðing og hrein ókurteisi í garð flokksins. Gott og vel þessi gagnrýnandi kunni greinileg ekki að meta sýninguna og trúlega vanari því að rífa niður en byggja fólk upp. Það er reyndar engin nýlunda að hér á landi sé skrifað um þessa listgrein af einhverri óskiljanlegri ólund, yfirlæti og jafnvel einkennilegri öfund í þau fáu skipti sem einhver stingur niður penna. Þess ber auðvitað að geta að ég er ekki sérfræðingur í listdansi, aðeins leikmaður. Ég hef þó fylgst nokkuð vel með dansflokknum og farið á nær allar sýningar síðustu 6-7 árin og hef því góðan samanburð hvað þetta varðar. Mitt mat er að þessi ár standi fjórar sýningar upp úr. Það eru Baldur, Screensaver, Happy new year og þessi síðasta, Í okkar nafni. Sýningin núna samanstendur úr tveimur frumsömdum verkum eftir Kanadamanninn Adnré Gringras og Spánverjann Roberto Oliván. Verk Gringras var byggt á lífsmynstri og samskiptum skordýra. Við sáum lirfurnar skríða úr eggjum, þroskast í einni kös í upphafsatriðinu. Þetta var mjög sterkt upphaf og vel gert því svona agnarlitlar, nákvæmar fínhreyfingar eru eftir því sem ég best veit feykilega erfiðar. Eftir það huldust „lirfurnar” í púpuskikkjum og dönsuðu frjálst um sviðið þar til þær „þroskuðust” í fullvaxta einstaklinga með sín sérkenni. Hver dansari klæddist sínum skrautbúningi og tók sig til fyrir sinn karakter. Dans hinna fullþroskuðu var mjög líflegur og fjölbreyttur og túlkaði flókin samskipti þeirra. Drottningin, karldýrin og þernurnar voru þar öll í hlutverkum sýnum. Hugmynd Gringras að nota þannig skordýralífið og yfirfæra það á mannlífið er kannski ekki endilega frumleg hugsun en það hvernig hún er sett fram er mjög skemmtileg og lífleg. Tónlistin í verkinu er fjölbreytt og undirstrikar í raun hvert þróunarstig mjög vel. Síðara verkið er sótt í íslenska dulúð og náttúruöflin og má raunar segja að það sé í raun dansleikhús. Mér finnst það merkilegt að það skuli vera útlendur maður, Spánverji, sem semur þetta verk, eins rammíslenskt og það í raun er. Það verður ekki gert nema með alveg gífurlegum undirbúningi og samvinnu dansara og höfundar. Þarna kristallast átök íslensku þjóðarinnar við hin gömlu „dulrænu öfl” og hin nútíma „gróða- og auðnaröfl” sem allt ætla hér að gleypa. Þetta er því mjög nútímalegt, pólitískt verk. Tónlist snillingsins Jóns Leifs er líka svo mögnuð að það er líkt og „himinn og jörð” séu að farast. Í „átakakaflanum” í verkinu eru allir dansararnir á sviðinu í þvílíkri „aksjón” að ég hef ekki séð slíkt áður á sviði. Allt það sem þeir gera í þessum langa kafla, tveir saman, þrír saman og í hópdönsum hlýtur að reyna alveg ótrúlega á líkamlegt atgervi. Sérfróði gagnrýnandinn í Fréttablaðinu sagði í stuttu máli: „Nei, takk! Að dansgagnrýnandi víðlesnasta blaðs landsins skrifi um sýninguna þannig að hún sé undir meðallagi, að dansararnir sé ekki í formi, orðnir gamlir og þreyttir, að láta liggja að því að aðstandendur sýningarinnar hafi ekki metnað né getu er að mínu mati alls ekki bjóðandi því fólki sem þarna starfar af heilindum og heldur ekki okkur hinum, áhugamönnunum, sem hafa gaman að nútímadansi. Íslenski dansflokkurinn hefur með þessari sýningu enn og aftur sannað að þarna eru að störfum frábærir dansarar, metnaðarfullir höfundar og framsýnir stjórnendur. Takk kærlega fyrir mig!
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar