Getur þú kallað þig umhverfissinna? 9. mars 2007 05:00 Ætla má af umræðunni um þessar mundir að til þess að geta talist umhverfissinni þurfi menn helst að vera á móti tilteknum framkvæmdum eða ganga um og mótmæla á götum úti. Eflaust gerir það gagn fyrir umhverfið í óskilgreindri framtíð. En þú, lesandi góður, sem telur þig umhverfissinna, getur lagt þitt af mörkum strax í dag. Það gerir þú með því að flokka úrgang sem fellur til á heimili þínu og vinnustað og koma honum á söfnunarstöð sveitarfélagsins, fengið þér þar til gerða endurvinnslutunnu eða losað þig við hann með aðstoð fyrirtækja er sérhæfa sig í meðhöndlun úrgangs. Með setningu laga um úrvinnslugjald nr. 162/2002 var Úrvinnslusjóði falið að hafa umsjón með álögðu úrvinnslugjaldi á tilgreinda vöruflokka og ráðstafa því. Úrvinnslugjaldinu er ætlað að standa undir söfnun, flutningi, flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs eða viðeigandi förgun hans. Úrvinnslusjóður semur við verktaka um framkvæmdina. Úrvinnslugjaldið var lagt á í samvinnu stjórnvalda og samtaka atvinnulífsins. Framleiðendur vara og innflytjendur taka á sig framleiðendaábyrgð með greiðslu úrvinnslugjaldsins. Úrvinnslugjaldið uppfyllir einnig mengunarbótaregluna, sem segir að sá borgi sem mengar. Úrvinnslugjaldið er hagrænn hvati til að auka verðgildi flokkaðs úrgangs, þannig að það verði eftirsótt að endurnýta og endurvinna hann. Nú þegar er lagt úrvinnslugjald á spilliefni, bíla, hjólbarða, umbúðir úr pappa, pappír og plasti, heyrúlluplast og á rafhlöður. Hægt er að koma úrgangi frá öllum þessum flokkum til söfnunarstöðva sveitarfélaga þaðan sem hann er sendur áfram til endurnýtingar eða endurvinnslu hjá viðurkenndum ráðstöfunaraðilum. Nú stendur Úrvinnslusjóður ásamt samstarfsaðilum sínum, Olís, Efnamóttökunni, Gámaþjónustunni og Hringrás, fyrir sérstöku átaki sem ætlað er að auka innsöfnun á rafhlöðum. Stór hluti rafhlaðna er hættulaus umhverfinu en afgangurinn er rafhlöður sem innihalda spilliefni, s.s. blý, kadmíum, nikkel og lithíum. Ógjörningur er fyrir almenning að þekkja þessar rafhlöður frá þeim umhverfisvænu, þar sem þær líta eins út. Því er best að safna saman öllum rafhlöðum sem til falla á heimilinu eða vinnustaðnum og koma þeim á næstu bensínstöð eða söfnunarstöð sveitarfélagsins. Þaðan er rafhlöðunum komið áfram til Efnamóttökunnar eða Hringrásar sem búa yfir þekkingu á því hvaða rafhlöður innihalda spilliefni og hverjar ekki. Rafhlöðum sem innihalda spilliefni er komið til Danmerkur í sérhæfða brennslu, en þær sem eru hættulausar eru urðaðar á þar til gerðum urðunarstað á starfssvæði Sorpu í Álfsnesi. Það er því ekkert að vanbúnaði að gerast virkur umhverfissinni og byrja að flokka úrganginn og koma honum til úrvinnslu. Þú getur byrjað strax í dag! Höfundur er verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ætla má af umræðunni um þessar mundir að til þess að geta talist umhverfissinni þurfi menn helst að vera á móti tilteknum framkvæmdum eða ganga um og mótmæla á götum úti. Eflaust gerir það gagn fyrir umhverfið í óskilgreindri framtíð. En þú, lesandi góður, sem telur þig umhverfissinna, getur lagt þitt af mörkum strax í dag. Það gerir þú með því að flokka úrgang sem fellur til á heimili þínu og vinnustað og koma honum á söfnunarstöð sveitarfélagsins, fengið þér þar til gerða endurvinnslutunnu eða losað þig við hann með aðstoð fyrirtækja er sérhæfa sig í meðhöndlun úrgangs. Með setningu laga um úrvinnslugjald nr. 162/2002 var Úrvinnslusjóði falið að hafa umsjón með álögðu úrvinnslugjaldi á tilgreinda vöruflokka og ráðstafa því. Úrvinnslugjaldinu er ætlað að standa undir söfnun, flutningi, flokkun, endurnýtingu og endurvinnslu úrgangs eða viðeigandi förgun hans. Úrvinnslusjóður semur við verktaka um framkvæmdina. Úrvinnslugjaldið var lagt á í samvinnu stjórnvalda og samtaka atvinnulífsins. Framleiðendur vara og innflytjendur taka á sig framleiðendaábyrgð með greiðslu úrvinnslugjaldsins. Úrvinnslugjaldið uppfyllir einnig mengunarbótaregluna, sem segir að sá borgi sem mengar. Úrvinnslugjaldið er hagrænn hvati til að auka verðgildi flokkaðs úrgangs, þannig að það verði eftirsótt að endurnýta og endurvinna hann. Nú þegar er lagt úrvinnslugjald á spilliefni, bíla, hjólbarða, umbúðir úr pappa, pappír og plasti, heyrúlluplast og á rafhlöður. Hægt er að koma úrgangi frá öllum þessum flokkum til söfnunarstöðva sveitarfélaga þaðan sem hann er sendur áfram til endurnýtingar eða endurvinnslu hjá viðurkenndum ráðstöfunaraðilum. Nú stendur Úrvinnslusjóður ásamt samstarfsaðilum sínum, Olís, Efnamóttökunni, Gámaþjónustunni og Hringrás, fyrir sérstöku átaki sem ætlað er að auka innsöfnun á rafhlöðum. Stór hluti rafhlaðna er hættulaus umhverfinu en afgangurinn er rafhlöður sem innihalda spilliefni, s.s. blý, kadmíum, nikkel og lithíum. Ógjörningur er fyrir almenning að þekkja þessar rafhlöður frá þeim umhverfisvænu, þar sem þær líta eins út. Því er best að safna saman öllum rafhlöðum sem til falla á heimilinu eða vinnustaðnum og koma þeim á næstu bensínstöð eða söfnunarstöð sveitarfélagsins. Þaðan er rafhlöðunum komið áfram til Efnamóttökunnar eða Hringrásar sem búa yfir þekkingu á því hvaða rafhlöður innihalda spilliefni og hverjar ekki. Rafhlöðum sem innihalda spilliefni er komið til Danmerkur í sérhæfða brennslu, en þær sem eru hættulausar eru urðaðar á þar til gerðum urðunarstað á starfssvæði Sorpu í Álfsnesi. Það er því ekkert að vanbúnaði að gerast virkur umhverfissinni og byrja að flokka úrganginn og koma honum til úrvinnslu. Þú getur byrjað strax í dag! Höfundur er verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun