Lífið

Lögregla kölluð til vegna skelfilegs bangsa

Bangsar geta verið mjög hræðilegir.
Bangsar geta verið mjög hræðilegir.
Vopnaðir lögreglumenn þustu á vettvang í þýsku borginni Wuppertal eftir að kona tilkynnti um grímuklæddan glæpamann í bílastæðahúsi. Glæpamaðurinn reyndist vera bangsi í yfirstærð.

Konan var að sækja bíl sinn seint um kvöld þegar hún sá hinn meinta glæpamann í framsæti nálægs sendiferðabíls. Henni leist ekki á blikuna og hringdi á lögreglu.

Þrír bílar fullir af þungvopnuðum lögreglumönnum komu von bráðar á staðinn og umkringdu sendiferðabílinn. Þegar þeir könnuðu bílinn fundu þeir stórt loðið tuskudýr í farþegasætinu.

Konan viðurkennda síðar að hafa ekki séð almennilega á framsætið vegna myrkurs. Talsmaður lögreglu sagðist hinsvegar eiga í stökustu vandræðum með að skilja hvernig hægt væri að halda að bangsinn, sem væri með tvær risavaxnar skögultennur, væri mannvera.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.