Lífið

Courtney Love neitar að hafa farið í magaminnkun

Courtney Love á bresku skemmtkraftaverðlaununum, British Comedy Awards, þann 13. desember síðastliðinn.
Courtney Love á bresku skemmtkraftaverðlaununum, British Comedy Awards, þann 13. desember síðastliðinn. MYND/Getty Images

Söngkonan Courtney Love hefur grennst afar mikið á mjög skömmum tíma. Söngkonan, sem er 42 ára gömul, vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar myndir af henni í bikiní fóru um alnetið. Í kjölfarið fóru af stað sögusagnir um að hún hafi farið í magaminnkunaraðgerð en söngkonan þvertekur fyrir það.

,,Ég myndi aldrei fá að fara í magaminnkunaraðgerð, jafnvel þótt ég grátbæði um það," skrifar Courtney á heimasíðu sína. ,,Ég fékk hvatann til að léttast frá Oprah en hún notaði Slim-Fast drykkinn," en spjallþáttadrottningin Oprah Winfrey grenntist mikið árið 1988 þegar hún drakk megrunardrykkinn Optifast sem er lyfseðilskyldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.