Innlent

Þung umferð á þjóðveginum

Mjög þung umferð var á Vesturlandsvegi upp úr miðjum degi en fór að draga úr henni um tíu. Umferðin gekk vel fyrir sig og var án óhappa að sögn Lögreglunnar í Borgarnesi.

Þá var einnig þung umferð um Suðurlandsveg í dag. Bílvelta varð í Þrengslunum um klukkan sex en meiðsl urðu ekki á fólki.

Einn ökumaður var tekinn á 120 km hraða á Sandgerðisvegi rétt fyrir klukkan 10, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglu Suðurnesja. Leyfilegur hámarkshraði á svæðinu er 90 km/klst og var ökumaðurinn sektaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×