Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró 22. júní 2007 18:36 Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira
Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús Sjá meira