Stjórnarþingmenn ósammála um Hafró 22. júní 2007 18:36 Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ágreiningur er innan stjórnarliðsins um Hafrannsóknarstofnun. Össur Skarphéðinsson, iðnaðaráðherra, vill færa stofnunina undan sjávarútvegsráðuneyti en Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokks er algerlega ósammála. Samflokksmaður hennar, Einar Oddur Kristjánsson er svipaðra skoðana og Össur og segir Hafró hafa beitt fasískum vinnubrögðum. Iðnaðarráðherra kveður nokkuð fast að orði á bloggsíðu sínni þar sem hann lýsir því yfir að hann telji Hafró betur borgið undir öðru ráðuneyti en sjávarútvegs. Hann talar um hættuna á pólitískri stýringu á vísindunum og skort á óháðri akademískri rannsóknarstofnun. Stjórnmálamenn hafa búið til sovéskt kerfi í kringum Hafró - segir hann - þar sem dæmalausri þöggun hafi verið beitt á andófsraddir. Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður fagnar þessu útspili ráðherrans enda segist hann hafa talað fyrir aðskilnaði veiðiráðgjafarinnar og ákvörðun aflamarks. Hann segir að hafró hafi beitt fasískum vinnubrögðum þar sem engin hafi mátt vera ósammála stofnuninni. Einar Oddur hefur sjálfur talað fyrir því að fela háskólunum það rannsóknarhlutverk sem Hafró hafi í dag. Hann hefur verið gagnrýnin á kvótakerfið og uppskorið bágt fyrir frá Árna Mathiesen, fjármálaráðherra sem hefur sakað þennan flokksbróður sinn um að bera sinn hluta af því að skaða kvótakerfið. Einar Oddur segir að það þurfi að ræða þessi mál af yfirvegun og fjármálaráðherra hafi með ummælum í sinn garð gengið af göflunum. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegsnefndar og formaður þingflokks sjálfstæðisflokksins er ekki sammála Össuri um að flytja stofnunina og segir að sér komi á óvart að ráðherrann skuli viðra þessa skoðun á bloggsíðu sinni. Þetta mál hafi ekki verið rætt í sjávarúvegsnefnd - en Arnbjörg telur Hafró ágætlega komna undir sjávarútvegsráðuneyti. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró segir að það sé ekki stofnunarinnar að hafa skoðun á því hvar hún sé vistuð. Það sé þó vont ef sú umræða verði einhvers konar innlegg í umræðu um áreiðanleika niðurstöðu Hafró um stöðu fiskistofnanna. Hann segir alrangt að stofnunin hafi verið beitt pólitískum þrýstingi og þar sé ekki tekin afstaða til einkahagsmuna.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira